fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Innheimtustofnun: Staðfest að Bragi fékk verkefni frá forstjóranum – Kveikur með málið til rannsóknar vikum saman

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga (IHS), staðfesti við sjónvarpsþáttinn Kveik að gerður hefði verið samningur við lögmannsstofu forstöðumanns útibús stofnunarinnar á Ísafirði, um innheimtu fyrir stofnunina.

Kveikur hefur haft málið til rannsóknar undanfarnar vikur en segja má að staðarmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði birti í morgun frétt þess efnis að Bragi Axelsson, forstöðumaður IHS á Ísafirði, hefði verið settur í frí og grunur væri um að verkefnum IHS hefði verið úthlutað til fyrirtækis í eigu hans. „Er það litið alvarlegum augum og verður rannsakað til fulls,“ segir í frétt Bæjarins besta.

Í tilkynningu frá IHS í gær kom fram að skipt hefði verið um stjórn yfir stofnuninni og tveir stjórnendur sendir í leyfi vegna ófullnægjandi svara við fyrirspurnum Ríkisendurskoðunar varðandi úttekt stofnunarinnar á IHS. Mennirnir voru ekki nafngreindir í tilkynningunni, en þetta eru þeir Jón Ingvar Pálsson forstjóri og Bragi Axelsson forstöðumaður IHS á Ísafirði.

Bragi Axelsson, forstöðumaður IHS á Ísafirði, rekur lögmannsþjónustuna og fasteignasöluna Officio lögmenn, sem staðsett er við Hafnarstæti á Ísafirði.

IHS annast innheimtu meðlaga í landinu og er með skrifstofur í Reykjavík og á Ísafirði. Samkvæmt Kveiki voru meðlagskröfur á einstaklinga árið 2020 tæplega 3,4 milljarðar króna.

Jón Ingvar neitaði Kveiki um að afhenda samninginn sem hann gerði fyrir hönd stofnunarinnar við fyrirtæki Braga og vísaði þar til trúnaðar og viðskiptastjónamiða.

Nýr stjórnarformaður IHS er Aldís Hilmarsdóttir, en eins og komið hefur fram, var allri stjórninni yfir stofnuninni skipt út vegna málsins. Hún segir í viðtali við Vísir.is að ekki sé grunur um lögbrot í málinu enn sem komið er. „Ef svo væri þá værum við að sjálfsögðu búin að kæra. Við erum bara enn þá að skoða þetta. Ef það kemur í ljós þá munum við vísa því til lögreglu,“ segir Aldís. Hún segir jafnframt að málið sé litið alvarlegum augum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast