fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Magnus Carlsen ýjar að því að nýafstaðið heimsmeistaraeinvígi hafi verið hans síðasta

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 14:20

Magnus Carlsen Mynd/FIDE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýkrýndur heimsmeistari í skák í fimmta sinn, Norðmaðurinn Magnus Carlsen, hefur gefið í skyn að hann hyggist ekki verja heimsmeistaratitil sinn.  Í norsku hlaðvarpi í vikunni lét hann þau orð falla að aðeins tiltekinn andstæðingur gæti veitt honum þann innblástur að tefla annað einvígi um heimsmeistaratitilinn.

„Ef einhver annar er Firouzja vinnur næsta áskorendamót [og tryggir sér þar með réttinn til að skora á Carlsen] þá er ólíklegt að ég tefli næsta heimsmeistaraeinvígi,“ sagði Carlsen í hlaðvarpinu sem var á vegum Unibet, eins aðalstyrktaraðila hans, en viðmælandi var góðvinur hans Magnus Barstad.

Þar á Norðmaðurinn við íranska undrabarnið Alireza Firouzja sem hefur farið með himinskautum á skákborðinu undanfarna mánuði og er er í dag orðinn næststigahæsti skákmaður heims á eftir Carlsen. Firouzja er aðeins 18 ára gamall og eru flestir á því að hann verði arftaki Carlsen sem heimsmeistari. Saga hans er áhugaverð en nýlega flúði hann Íran ásamt fjölskyldu sinni og teflir núna undir fána Frakklands.

 

Hér geta áhugamenn um norska tungu hlýtt á hlaðvarpið

Carlsen hefur áður minnst á það að hann hafi átt erfitt með að mótívera sig fyrir heimsmeistaraeinvígið gegn Ian Nepomniachtchi og að gleðin við að vinna sannfærandi sigur hafi ekki verið sú sem hann gerði ráð fyrir.

„Mér hefur verið það ljóst allt árið að þetta einvígi ætti að vera mitt síðasta. Þetta skiptir mig ekki jafnmiklu máli og áður. Ég upplifi ekki að jákvæðu hlutirnir við einvígið slái út þá neikvæðu,“ sagði Carlsen sem er þó aðeins 31 árs gamall.

Það er sumsé þessi tilfinning Magnúsar að hann hafi ekkert að sanna sem að slekkur neistann hjá honum. Tilhugsunin um að margir telji að íranska undrabarnið verði betri en hann kveikir þó eitthvað bál innra með honum. „Ég verð að viðurkenna að mér hefur þótt mikið til frammistöðu hans koma undanfarið og það hefur gefið mér hvatningu,“ segir Carlsen.

 

Undradrengurinn Alireza Firouzja

En skákáhugamenn þurfa ekki að óttast að Carlsen ætli að leggja taflmennina á hilluna alveg strax. „Ég mun halda áfram að tefla, það veitir mér mikla gleði,“ segir Carlsen. Framundan er heimsmeistaramótið í hrað- og atskák í Varsjá milli jóla- og nýárs og segir Carlsen að hann sé afar spenntur fyrir þeirri keppni. Þá hafi hann sett sér það háleita markmið að verða fyrsti maðurinn til að ná að rjúfa 2900 stiga múrinn í FIDE-skákstigum.

„Ég hef aldrei viljað setja mér það markmið því ég hef hreinlega talið það of erfitt. Núna er ég kominn upp í 2865 stig og því finnst mér það rökrétt að setja stefnuna á það. Það virðist ekki ómögulegt en ég þarf að vera í toppformi í hverri einustu skák til þess að eiga mögulega,“ segir Carlsen. (Rétt er að geta þess að þar sem Carlsen er stigahæsti skákmaður heims þá tapar hann stigum fyrir hvert jafntefli eða tap gegn öðrum skákmönnum.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot

Eldri borgari ákærður fyrir vopnalagabrot
Fréttir
Í gær

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“