fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Pressan

Telja sig hafa upplýst dularfullu kattadrápin – 400 kettir voru drepnir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. desember 2021 07:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja sig vera búna að leysa ráðgátuna um kattadrápin í Lundúnum á árunum 2014 til 2018 en þá voru 400 kettir drepnir. Hræ þeirra voru illa leikin og óttuðust margir að „raðkattamorðingi“ gengi laus í borginni.  Hann fékk meira að segja viðurnefnið „Croydon cat killer“.

Nýverið birtu vísindamennirnir niðurstöður rannsóknar sinnar í tímaritinu Veterinary Pathology. Þær styðja kenningu Lundúnalögreglunnar um að engin raðkattamorðingi hafi verið að verki og að raunar hafi mannshöndin ekki komið nærri drápum á köttunum.

Kettirnir voru drepnir á ýmsum stöðum í borginni og fjölmiðlar veltu því upp að „kattadrápari“ gengi laus í borginni. Margir óttuðust að fólki stafaði ógn af þessum manni. Lögreglan hóf umfangsmikla rannsókn sem gekk undir nafninu „Operation Takahe“.

En niðurstaða DNA-rannsókna á 32 kattarhræjum, sem lögreglunni voru afhent, sýndu að mannshöndin hafði ekki komið nærri drápunum á köttunum. Vísindamennirnir leituðu einnig að lífsýnum úr refum, hundum og greifingjum á hræjunum og krufðu þau.

Niðurstaða þeirra er að lífsýni úr refum voru á hræjunum og segja þeir að refir hafi drepið kettina. Þeir segja einnig að áverkar á hræjunum passi við að refir hafi drepið þá.

Hvað varðar þau hræ sem engir greinilegir áverkar eftir refi fundust á segja þeir að þeir kettir hafi drepist við ákeyrslu og lifrarbilun eftir að hafa drukkið frostlög. Átta af köttunum 32 höfðu glímt við hjartasjúkdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Í gær

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir

Sakaði gest á Airbnb um eignatjón – Gestgjafinn notaði gervigreindarmyndir