fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

16 ára afgreiðslustúlka með grátstafinn í kverkunum eftir dónaskap viðskiptavinar – „Eðlileg framkoma við óharðnaða unglinga?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. desember 2021 22:00

Myndin tengist frétt ekki beint. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er það eðlileg framkoma við óharðnaða unglinga að skilja þá eftir með grátstafinn í kverkunum?“ segir móðir 16 ára stúlku sem vinnur í einum af stórmörkuðunum í Reykjavík. Stúlkan segist reglulega verða fyrir óþægilegri framkomu af hálfu pirraðra, önugra og yfirlætislegra viðskiptavina. Hún segir að vinnan væri miklu skemmtilegri og auðveldari ef enginn sýndi slíka framkomu.

DV rak augun í lokaða Facebook-færslu móðurinnar og mæðgurnar sættust á nafnlausa umfjöllun í því skyni að vekja fólk til umhugsunar um þetta. Móðirin biðlar til almennings um að sýna afgreiðslufólki virðingu og kurteisi:

„Mig langar að minna á að afgreiðslufólk í verslunum er að gera sitt besta og það er óásættanlegt að fólk taki út reiði sína og pirring út á þeim.

Finnst fólki í alvöru í lagi að hella sér yfir unglingana sem núna sitja við kassana í öllum stórmörkuðum landsins?

Er það eðlileg framkoma við óharðnaða unglinga að skilja þá eftir með grátstafinn í kverkunum?

Desember getur verið erfiður á margan hátt en það þýðir samt ekki að fólk geti hegðað sér eins og fífl.

 Ff manneskjan fyrir framan þig í röðinni er að hella sér yfir starfsfólkið á kassanum, segðu eitthvað, gríptu inn í og láttu vita að svona hegðun er ekki í lagi.

„Hafði ég ekki rétt fyrir mér?! Hafði ég ekki rétt fyrir mér?!“

DV ræddi við dóttur konunnar en nýjasta óþægilega atvikið snertir eldri mann sem reiddist við hana því hún gaf honum rangt til baka. Baðst hún strax afsökunar á mistökunum. „En maðurinn sagði hátt við hana og endurtekið: „Hafði ég ekki rétt fyrir mér?! Hafði ég ekki rétt fyrir mér?!“

„Hann vildi að ég segði upphátt að hann hefði haft rétt fyrir sér,“ segir stúlkan en löng röð var á eftir manninum og margir urðu varir við þetta upphlaup.

Hún segir að kona ein hafi fyrir skömmu trommað fingrunum í óþolinmæði á kassabandið og sagt: „Geturðu ekki verið fljótari að þessu?“

„Ég er bara búin að vinna þarna í þrjár vikur og ef fólk er óþolinmótt og pirrað þá verður maður stressaður og þá eru meiri líkur á að ég geri mistök,“ segir stúlkan. Hún segir að dónalegir viðskiptavinir stressi sig mikið.

Hún segir að hún og vinnufélagar hennar verði reglulega fyrir hranalegu viðmóti þó að meirihluti viðskiptavina séu kurteisir. Stúlkan bendir einnig á að Íslendingar mættu sýna meiri tillitsemi varðandi frágang á innkaupakerrum.

„Ég er stundum sett út á plan til að taka saman kerrurnar. Fólk skilur þær bara við sig hvar sem er, sumir ýta kerrunni í áttina til mín þegar þau sjá mig. Við bjuggum í Danmörku og í stórmörkuðum þar ganga viðskiptavinir alltaf frá kerrunum á réttan stað,“ segir stúlkan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Í gær

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Í gær

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“