fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Dreymir um að giftast stórstjörnunni – Móðir hans tekur það ekki í mál

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 4. desember 2021 12:00

Georgina Rodriguez og Cristiano Ronaldo / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur verið í sambandi með Georgina Rodriguez í rúm fimm ár. Þau kynntust er hún vann í fataverslun og samkvæmt Ronaldo var þetta ást við fyrstu sín.

Georgina starfar nú sem fyrirsæta og mun raunveruleikaþáttur um líf hennar koma út í lok árs á Netflix þar sem henni verður fylgt eftir og hún gefur aðdáendum innsýn inn í glamúr líf hennar og knattspyrnustjörnunnar Cristiano Ronaldo.

Í stiklu fyrir þættina sést Georgina ræða við vin sinn sem spyr hvort þau ætli ekki að gifta sig fljótlega.

„Ég vildi óska þess, en þetta er bara ekki undir mér komið,“ svaraði Georgina.

Portúgalskir miðlar halda því þó fram að móðir Ronaldo vilji ekki sjá hann giftast Georginu. Móðir Ronaldo telur að Georgina sé bara á eftir peningunum hans og virðast systkini Ronaldo vera á sama máli.

Þrátt fyrir mótmæli fjölskyldunnar er talið að þau séu trúlofuð en hún hefur sést með stóran hring síðustu mánuði. Parið hefur þó ekki staðfest fregnirnar. Spænskir fjölmiðlar telja að því verði svarað í raunveruleikaþættinum og þar komi einnig fram vísbendingar um brúðkaupið sem margir bíða eftir enda ein stærsta stjarna í knattspyrnuheiminum sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Í gær

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður