fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Endursmitum fjölgar í Suður-Afríku en sjúkdómseinkennin eru vægari

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. desember 2021 08:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að Ómíkron afbrigðið valdi því að fleiri smitast aftur af kórónuveirunni í Suður-Afríku en af völdum Beta og Delta afbrigðanna. Þetta er mat Anne von Gottberg, prófessors.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO ætli að senda viðbragðsteymi til Suður-Afríku til að aðstoða þarlend yfirvöld við að takast á við faraldur Ómíkron afbrigðisins.

Teymið mun fara til Gauteng héraðs til að aðstoða við eftirlit og smitrakningu en sérfræðingar hafa varað við að Ómíkron afbrigðið geti valdið því að fleiri smitist aftur af kórónuveirunni en áður um allt land.

Endursmit er skilgreint sem smit á nýjan leik þegar að minnsta kosti 90 dagar eru liðnir frá fyrra smiti. Gottberg sagði erfitt að segja til um hversu mörgum endursmitum Ómíkron veldur.

Barry Schoub, formaður ráðgjafanefndar suðurafrísku ríkisstjórnarinnar um bólusetningar, sagði Sky News að fyrstu merki um Ómíkron væru „góðar fréttir“. Hann sagði að sjúkdómseinkenni flestra þeirra bólusettu einstaklinga sem hafa smitast hafi verið væg. Hann sagði einnig að innlögnum á sjúkrahús hafi fjölgað aðeins en ekkert í líkingu við það sem gerðist í fyrri bylgjum faraldursins. Hann benti einnig á að Ómíkron hafi aðeins verið þekkt í um viku og það þurfi svo sannarlega að fylgjast vel með því.

Gottberg sagði að margir hafi nú þegar smitast af kórónuveirunni í Suður-Afríku en fyrstu gögn bendi til að „fyrri smit veiti ekki vörn gegn smiti af völdum Ómíkron“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar