fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Lögreglan staðfestir að torkennilegi hluturinn hafi verið sprengja

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 12:42

Sérsveitarmenn á æfingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/Gunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborginni hefur nú staðfest að dularfulli hluturinn sem fannst í ruslagámi húss við Mánatún í Reykjavík í gær hafi verið sprengja.

Sérsveit ríkislögreglustjóra kom að málinu.

Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu lögreglunnar sem send var fjölmiðlum rétt í þessu. Fram kom í fjölmiðlum í gær að grunur væri uppi um að málið tengdist sendiherrabústað bandaríska sendiráðsins sem er þarna í næsta nágrenni við ruslagáminn. Lögreglan tekur nú af öll tvímæli um það, og segir málið ekki tengjast heimili sendiherrans.

Reyndar hefur enginn sendiherra verið á Íslandi frà því síðasti sendiherra Bandaríkjanna, sem skipaður var af Dónaldi Trump, hvarf af landi brott daginn eftir að Joe Biden sór embættiseið sinn þann 20. janúar síðastliðinn.

Tilkynningu lögreglunnar má sjá hér að neðan í heilu lagi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að hluturinn sem fannst í gær í ruslagámi við Mánatún reyndist vera heimatilbúin sprengja. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til og sá hún um að tryggja vettvang og eyða sprengjunni. Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem bendir til þess að málið tengist sendiráði erlends ríkis. Tveir af mönnunum þremur sem handteknir voru í tengslum við málið hafa hafið afplánun vegna fyrri refsidóma en þriðja manninum hefur verið sleppt.

Rannsókn málsins miðar vel. Ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“