fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ármann kærður fyrir að misnota aðgang opinberar stofnunar að Creditinfo í lögfræðistörfum sínum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. desember 2021 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur kært lögfræðinginn Ármann Fr. Ármannsson fyrir að hafa misnotað aðgang stofunarinnar að Creditinfo sem að hann hafi komist yfir með ólögmætum í hætti. Í umfjöllun Stundarinnar um málið kemur fram að hin meinta misnotkun á að hafa staðið yfir í að minnsta kosti sjö ár og á tímabilinu hafi Ármann flett upp tugum kennitalna í kerfum CreditInfo og aflað sér þannig upplýsinga um fjárhagslega stöðu einstaklinga og lögaðila.

Samkvæmt frétt Stundarinnar komst málið upp í október á síðasta ári í kjölfar kvartana til Innheimtustofnunar sveitarfélaga frá fólki sem að furðaði sig á því af hverju fjárhaglegum upplýsingum um það hefði verið flett upp af stofnuninni og hver heimildin fyrir því væri.

Í kjölfar skoðunar hafi komið í ljós ákveðið mynstur sem var á þá leið að uppflettingarnar tengdust þrotabúum sem áðurnefndur lögmaður, Ármann Fr. Ármannsson, var skiptastjóri í. Tengsl Ármanns við Innheimtastofnun sveitarfélaga voru þau að hann starfaði þar í sumarafleysingum og hlutastarfi fyrir um áratug. Lokað var á aðgang hans eftir starfsflokin en í frétt Stundarinnar kemur fram að mögulega hafi hann áttað sig á því hvernig lykilorð samstarfsfélaga hafi verið upp byggð og þannig komist inn í kerfið.

Í kjölfar skoðunar Innheimtustofnunar hafi málið verið kært til lögreglu og tilkynnt til Persónuverndar. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur lögreglan lokið rannsókn málsins og er nú statt á ákærusviði lögreglu.

Hér má lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu