fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Enski boltinn: Newcastle þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 21:34

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle United tók á móti Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið var á St. James Park.

Þetta var kjörið tækifæri fyrir Newcastle að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu en lærisveinar Eddie Howe gerðu sér erfitt fyrir strax í upphafi leiks þegar Ciaran Clark var rekinn af velli fyrir að toga niður Teemu Pukki, framherja Norwich.

Clark fékk að líta beint rautt spjald í kjölfarið og Newcastle menn orðnir manni færri eftir aðeins níu mínútna leik. Norwich tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og staðan markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Heimamenn fengu dæmda vítaspyrnu eftir klukkutíma leik þegar boltinn fór í hönd Billy Gilmour eftir hornspyrnu Jonjo Shelvey. Callum Wilson fór á vítapunktinn og var heppinn að skora því að Tim Kruul, markvörður Norwich, varði spyrnuna í slána og inn.

Teemu Pukki jafnaði metin fyrir Norwich á 79. mínútu með glæsilegu marki en lengra komst liðið ekki og 1-1 jafntefli niðurstaða.

Newcastle er enn án sigurs í deildinni og situr á botninum með 7 stig. Norwich er í 18. sæti með 10 stig.

Newcastle 1 – 1 Norwich
1-0 Callum Wilson (‘61, víti)
1-1 Teemu Pukki (’79)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga