fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Pressan

WHO segir stöðuna hættulega og ótrygga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 05:59

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar dreifir sér nú hægt en örugglega um heiminn og á meðan bíður heimsbyggðin eftir svörum um hversu slæmt þetta afbrigði er og hvað það er sem við þurfum að takast á við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að heimurinn standi nú frammi fyrir hættulegri og ótryggi stöðu hvað varðar afbrigðið.

Þetta kemur fram í aðvörun sem stofnunin sendi heilbrigðisyfirvöldum um allan heim í gær. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, var ávarpaði World Health Assembly sem fundaði í gær og sagði að afbrigðið væri áminning um að heimsfaraldurinn sé ekki afstaðinn. „Hann verður ekki afstaðinn fyrr en bóluefnaskortinum er lokið,“ sagði hann og vísaði þar til þeirrar nöturlegu staðreyndar að fátækustu ríki heimsins hafa aðeins fengið 0,6% af bóluefnum heimsins gegn kórónuveirunni en G20 ríkin hafa fengið 80% af bóluefnunum.

Hann hvatti ríki heims til að halda áfram að reyna að fá alla þegna sína til að láta bólusetja sig.

Enn er lítið vitað um Ómíkronafbrigðið nema hvað að það er bráðsmitandi, jafnvel enn meira smitandi en Deltaafbrigðið sem er ráðandi í dag. Fregnir hafa þó borist um að Ómíkron valdi vægari sjúkdómseinkennum en fyrri afbrigði en enn á WHO eftir að staðfesta þær fregnir. Vitað er að afbrigðið býr yfir fleiri stökkbreytingum en önnur afbrigði en það getur hugsanlega valdið vandræðum í tengslum við ónæmi fólks, hvort sem það er eftir bólusetningu eða að sýkingu afstaðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna