fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Læknirinn sem uppgötvaði Omicron afbrigðið segir einkennin „mjög mild“ og varar við upphlaupi embættismanna

Heimir Hannesson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður afríski læknirinn sem fyrstur lækna sagði frá Omicron afbrigði Covid-19 veirunnar varar nú við upphlaupi vegna uppgötvunar sinnar og segir einkenni vegna Omicron smita mild og að allir Omicron smitaðir sjúklingar hennar hafi náð sér að fullu.

Angelique Coetzee, stjórnarformaður læknafélags Suður Afríku, sagði við fréttaveitu AFP um helgina að hún hefði sinnt um 30 Omicron smituðum einstaklingum yfir tíu daga tímabil. Helsta einkennið er mikil þreyta, segir Angelique. Af öðrum einkennum má nefna smávægilega beinverki, þurran hósta og nokkrir sjúklingar hennar fengu minniháttar hita.

Hún sagði jafnframt að einkennin pössuðu ekki við Delta afbrigðið sem er ráðandi í Suður Afríku.

Viðbrögð umheimsins voru býsna harkaleg, að sögn Angelique, en flest lönd heims vöruðu við ferðalögum til nokkurra landa í sunnanverðri Afríku, þar á meðal Suður Afríku. Önnur bönnuðu hreinlega komur ferðamanna sem dvalið hafa á svæðinu. Marokkó gekk meira að segja svo langt að banna komur sinna eigin ríkisborgara.

Angelique sagði jafnframt í viðtalinu við AFP að það væri „óheppilegt“ að Omicron afbrigðið hafi verið málað sem hættulegt afbrigði á meðan svo lítið væri vitað um það. Hún útilokaði þó ekki að niðurstöður hennar gætu breyst, en undirstrikaði að hingað til hafa sjúklingar hennar sýnt væg einkenni.

Samkvæmt opinberum tölum í Suður Afríku hafa um 75% Covid-19 tilfella í Suður Afríku reynst vera Omicron afbrigði veirunnar. Þrátt fyrir stökk í fjölda smita undanfarna daga um gjörvalla Afríku er staðan enn nokkuð góð miðað við aðra hluta heimsins. Um 2.9 milljón tilfella hafa greinst í heimsálfunni og dauðsföll í Suður Afríku um 90 þúsund.

Samtals hafa í heimsálfunni allri um 222 þúsund látist af völdum Covid-19. Til samanburðar má nefna að 400 þúsund látast á hverju ári vegna malaríu og um 600 þúsund af alnæmi í heimsálfunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Í gær

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu

Mislingafaraldurinn í Evrópu heldur áfram að geisa – Óbólusettir í mestri hættu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur