fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Trylltur dóptúr endaði með ósköpum í Hafnarfirði – Sagður hafa hent gasgrilli í lögregluna

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fertugsaldri þarf nú í desember að svara fyrir röð afbrota sem öll tengjast fíkniefnum. Um fjórar ákærur er að ræða sem teknar hafa verið saman í eitt dómsmál. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem og héraðssaksóknari sækja málin saman.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa samtals sex sinnum ekið bifreið án þess að vera til þess hæfur sökum áhrifa ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja. Í eitt skiptanna fundust fíkniefni í fórum mannsins.

Þá er maðurinn í ákærunni sagður hafa óhlýðnast lögreglu. Fyrst með því að neita að stöðva bifreið sem hann ók þegar lögreglan gaf honum merki um að stöðva akstur. Í stað þess ók maðurinn suður Krýsuvíkurveg og inn að Gjáhellu í iðnaðarhverfinu vestan við Vellina í Hafnarfirði, til móts við álverið. Óhlýðnaðist maðurinn þá skipunum lögreglu um að sitja eftir í bílnum, að því er fram kemur í ákærunni, og svo síðar neitað að hlýða enn öðrum fyrirmælum lögreglunnar um að leggjast niður.

Svo fór reyndar þetta örlagaríka kvöld að átök brutust út milli lögreglumannanna og dópaða ökumannsins, ef marka má ákæru lögreglunnar og héraðssaksóknara. Er maðurinn þar sagður hafa ráðist með spörkum og höggum að lögreglumönnunum og loks kastað gasgrilli í átt að þeim. Hlutu lögregluþjónarnir minni háttar meiðsl af árásinni. Segir í ákærunni að maðurinn hafi reynst óhæfur til þess að stjórna bifreiðinni sökum vímuefnaneyslu.

Loks er þessi sami maður ákærður fyrir meiriháttar fíkniefnamisferli með því að hafa staðið að smygli á um hálfu kílói af amfetamíni með flugi frá Amsterdam nú í ágúst síðastliðnum. Fundust 487 grömm af amfetamíni í pakkningu í ferðatösku mannsins og önnur 7 grömm eða svo í buxnavasa hans.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú strax í byrjun desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi
Fréttir
Í gær

Hreppsnefnd Tjörneshrepps afþakkaði tæplega 250 milljón króna framlag – „Svona hátt framlag sé fáránlegt“

Hreppsnefnd Tjörneshrepps afþakkaði tæplega 250 milljón króna framlag – „Svona hátt framlag sé fáránlegt“
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Í gær

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum