fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Furða sig á því að endurtalningar-þingmenn taki þátt í að ákveða örlög sín – „Lög voru brotin en við ætlum að láta það slæda“

Eyjan
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 14:15

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir umræða á Alþingi um rannsókn kjörbréfa en meirihluti kjörbréfanefndar hefur lagt til að öll kjörbréf sem gefin voru út í kjölfar Alþingiskosninganna verði staðfest og þar með að byggt verði á seinni talningu í Norðvesturkjördæmi. Aðrar sviðsmyndir sem lagðar eru til er að uppkosning verði framkvæmd í Norðvesturkjördæmi eða að kosið verði aftur á landinu öllu. 

Það hefur vakið athygli að þeir þingmenn sem hlutu sæti sín við endurtalninguna geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og þar með kosið um sín eigin þingsæti þrátt fyrir að lögreglurannsókn í kjördæminu hafi lokið með þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að fullyrða að ekki hafi verið átt við atkvæðisseðla þegar þeir lágu óinnsiglaðir á milli fyrri og seinni talningar. 

Einhverjir hafa velt fyrir sér hvort þetta fyrirkomulag standist lög en í í 5. mgr. 5. gr. þingskapalaga segir:

„Við prófun kosninga og kjörgengis hefur sérhver þingmaður fullan þingmannsrétt. En fresti þingið úrskurði um kjörbréf þingmanns þá tekur hann engan þátt í störfum þingsins uns það mál er útkljáð og kosning hans og kjörgengi viðurkennt.“ 

Hins vegar má einnig túlka ákvæðið þannig að þingmenn hafi almennt heimild til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um kjörbréf hafi úrskurði þingsins varðandi hans eigið kjörbréf ekki verið frestað með formlegum hætti. Slíkt hefur ekki verið gert þrátt fyrir þá annmarka sem hafa komið í ljós við rannsókn á talningunni í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt stjórnarskránni ákveður Alþingi sjálft hvort þingmenn þess séu löglega kosnir og stefnir allt í að sú ákvörðun verði tekin í dag.

Dómarar í sjálfs síns sök

Bent hefur verið á að þingið hafi sem stendur ekki útilokað að uppkosning fari fram í Norðvesturkjördæmi og því hljóti vafi að leika um þingsæti þeirra fimm þingmanna sem hlutu sæti sín við endurtalninguna og því óeðlilegt að þeir taki þátt í þingstörfum og atkvæðagreiðslu um eigið sæti á þingi.

Jón Magnússon, lögmaður, benti á það í Facebook-hópi Sjálfstæðismanna á Íslandi að það væri slæmt fyrirkomulag að þingmenn væru dómarar í sjálfs síns sök og hagsmunum. Hins vegar væri það svo að ef niðurstaða rannsóknar benti til þess að annmarkar á talningu og varðveislu kjörgagna í Norðvestur hafi ekki haft áhrif á heildarniðurstöðu kosninganna þá beri að staðfesta kjörbréfin. Annars þurfi að boða til uppkosningar. Engir aðrir möguleikar rúmist innan ramma þingskapalaga eða kosningalaga.

Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar, sagði í gær allt benda til þess að nefndin skili af sér fjórum álitum. Eitt frá sex fulltrúum og svo þrjú álit hvert frá sínum fulltrúanum. Tillögurnar fela í sér að öll kjörbréf verði staðfest og kosning metin gild, að kjörbréf allra þingmanna nema þeirra úr norðvestur og jöfnunarmenn verði staðfest og uppkosning haldin í norðvestur, eða að uppkosning verði á landinu öllu.

Sitja hjá eða gefa ekki upp afstöðu

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, greindi frá því í samtali við mbl.is að hann hefði hug á að sitja hjá við atkvæðagreiðslu ef undirbúningskjörbréfanefnd legði til uppkosningu í norðvestur þar sem slíkt talning gæti haft áhrif á þingsætið hans, þó svo hann hafi ekki verið meðal þeirra uppbótarþingmanna sem misstu eða hlutu sæti við endurtalninguna.

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, greindi frá því í samtali við RÚV að hann ætli að greiða atkvæði með endurtalningunni en hann hlaut sæti sitt á þingi við endurtalninguna. Hann greindi þó svo frá því á Facebook í gær að hann muni sitja hjá. „Það verður að vera hafið yfir allan vafa að persónulegir hagsmunir mínir ráði því hvernig ég greiði atkvæði“

RÚV óskaði eftir svörum frá hinum fjórum þingmönnunum sem eiga sæti sitt undir því að endurtalningin standi en þeir vildu ekki gefa upp afstöðu sína.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur allar líkur á að kjörbréfamálið endi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, sama hver niðurstaða þingsins verður í dag.  Undir þetta hafa margir tekið á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega ef farin verður sú leið að staðfesta seinni talninguna. Slíkir annmarkar hafi komið í ljós varðandi aðdraganda og framkvæmd endurtalningarinnar að það sé ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að átt hafi verið við atkvæði og því ólýðræðislegt að láta seinni talningu standa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum