fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Tannréttingar kosta allt að tvær milljónir – Fjölskyldur hafa ekki efni á þeim

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 09:00

Barn í tannréttingum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hafa styrkir Sjúkratrygginga Íslands til tannréttinga ekki hækkað í samræmi við vísitölu og dekka þeir aðeins brot af kostnaðinum. Mörg dæmi eru um að fjölskyldur hafi ekki efni á að senda börnin í tannréttingar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að kostnaðurinn við tannréttingar eins barns geti slagað í tvær milljónir. Í flestum tilvikum fær fólk aðeins 100.000 til 150.000 krónur í styrk frá Sjúkratryggingum en þessir styrkir hafa ekki hækkað í tvo áratugi.

Ef tillit er tekið til verðlagshækkana ætti 150.000 króna styrkur fyrir tveimur áratugum að vera 340.000 krónur í dag. Á þessum tíma hafa verðskrár hækkað og kostnaður heimilanna er því í hæstu hæðum þegar kemur að tannréttingum.

„Ég var áður formaður tannlæknafélagsins þegar við gerðum barnasamningana og er ekki síst mjög ósátt við þetta ástand í ljósi þess að tannskekkjur og skakkt bit eru í flestum tilvikum eitthvað sem fólk hefur enga stjórn á,“ hefur Fréttablaðið eftir Kristínu Heimisdóttur, formanni Tannréttingafélags Íslands.

Hún benti á að hvað varðar tannskemmdir þá skipti tannhirða fólks miklu um hvort tennurnar skemmast eða ekki.

Hún sagði ljóst að margir veigri sér við að senda börn sín í tannréttingar því heimili hafi ekki efni á þeim.

Hér á landi er talið að 30-40 prósent barna hafi þörf fyrir tannréttingar. Kristín sagði að ekki sé verið að gera kröfu um að allir séu með fullkomnar tennur en skakkar tennur og bitskekkjur geti hins vegar unnið á beini, haft áhrif á slímhúð, stóraukið líkurnar á tannbrotum og valdið eyðingu. Einnig geti tennur haft mikil sálræn áhrif á sjálfsmynd barna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn