fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Sjáðu myndbandið: Carragher gerði stólpagrín að Man Utd-goðsögn

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 20:42

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Carrick stýrði Manchester United í fyrsta sinn sem bráðabirgðastjóri er liðið vann 0-2 sigur á Villarreal í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Með sigrinum er Man Utd komið í 16-liða úrslit keppninnar.

Cristiano Ronaldo og Jadon Sancho gerðu mörk Man Utd á síðasta stundarfjórðungi leiksins í kvöld.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sparkspekingur, fór á Twitter eftir leik og grínaðist létt í kollega sínum og fyrrum leikmanni Man Utd, Rio Ferdinand.

Árið 2019 var Ferdinand í setti BT Sport þegar Ole Gunnar Solskjær var bráðabirgðastjóri. Hafði honum gengið afar vel leikina á undan og hvatti hann Man Utd til að gefa honum langtímasamning.

,,Man Utd þakkar mér kannski ekki en skrifið upp samninginn, látið hann á borðið og látið hann skrifa undir. Leyfið honum að skrifa hvaða tölur á hann sem hann vill. Ole er við stýrið,“ sagði Ferdinand á sínum tíma.

Solskjær fékk vissulega langtímasamninginn á þessum tíma. Um helgina var hann hins vegar rekinn eftir afar slakt gengi á þessari leiktíð.

Þar sem Carrick var bráðabirgðastjóri í kvöld datt Carragher í hug að skrifa einfaldlega það sem Ferdinand sagði á sínum tíma upp aftur, nema í þetta skipti um Carrick.

Hér fyrir neðan má sjá tíst Carragher. Enn neðar má svo sjá myndskeiðið þar sem Ferdinand hvatti Man Utd til að gefa Solskjær langtíma samning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Bournemouth – Mikið undir á Emirates

Byrjunarlið Arsenal og Bournemouth – Mikið undir á Emirates
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld
433Sport
Í gær

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?
433Sport
Í gær

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur