fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Læknaðist algjörlega af mígreni við að skipta alfarið yfir í grænmetisfæði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem hafði glímt við mjög slæm og alvarleg mígreniköst í rúmlega áratug losnaði algjörlega við að fá höfuðverk eftir að hann skipti alfarið yfir í grænmetisfæði. Maðurinn hafði áður prufað að nota lyf, jóga og hugleiðslu til að takast á við mígrenið en án árangurs. Hann hafði einnig hætt að borða fæðutegundir sem hann taldi geta valdið köstunum. En þegar hann skipti alfarið yfir í grænmetisfæði hætti hann alfarið að fá slík köst.

Skýrt er frá þessu í Britisth Medical Journal (BMJ).  Fram kemur að mígrenið hafi gert honum nær ómögulegt að stunda vinnu.

Tæpum mánuði eftir að hann skipti alfarið yfir í grænmetisfæði, sem inniheldur mikið af grænmeti með dökkgrænum blöðum, hvarf mígrenið. Nú hefur maðurinn ekki fengið mígrenikast í sjö ár og man ekki hvenær hann fékk síðast höfuðverk.

Bandarískir læknar, sem önnuðust manninn, segja að það geti verið þess virði að skipta yfir í grænmetisfæði til að lina einkenni mígrenis. Aðrir sérfræðingar hvetja þó til varkárni og segja erfitt að fullyrða nokkuð að svo komnu máli þar sem aðeins sé um eitt tilfelli að ræða. Ekki sé hægt að heimfæra þetta mál sem allsherjarlausn fyrir alla sem þjást af mígreni.

Rúmlega milljarður manna um allan heim þjáist af mígreni. Lyf geta komið í veg fyrir köst og dregið úr styrkleika þeirra en eftir því sem segir í umfjöllun The Guardian koma sífellt fleiri gögn fram sem benda til að mataræði geti einnig skipt máli og því fylgi einnig sá kostur að engar aukaverkanir fylgi því eins og sumum lyfjum.

Í greininni í BMJ er haft eftir manninum, sem er sextugur, að áður en hann breytti mataræðinu hafi hann fengið sex til átta köst á mánuði og hafi þau varað í allt að 72 klukkustundir. „Flesta daga var ég með mígrenikast eða að jafna mig á einu slíku,“ er haft eftir honum.

Hálfu ári áður en hann breytti um mataræði var honum vísað til læknastofu í New York þar sem áhersla er lögð á að leita leiða í gegnum lífsstíl sjúklinga til að draga úr sjúkdómseinkennum. Þegar þarna var komið við sögu fékk maðurinn köst í 18 til 24 daga í mánuði.

Aðeins einum mánuði eftir að hann byrjaði að neyta plöntufæðis, til dæmis ávaxta, grænmetis, bauna og haframjöls gat hann hætt að taka lyf við mígreninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri