fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Lúðvík svarar orðum Jóns: „Rándýrt að búa í Mónakó, þetta er ekki Samfylkingar bæjarfélag“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH vakti athygli á Stöð2 Sport um liðna helgi þar sem hann gerði upp magnaða tíma félagsins.

Eitt af því sem Jón Rúnar ræddi var úrslitaleikur FH og Stjörnunnar frá árinu 2014. „Allir sanngjarnir menn vita hvernig þetta hefði endað ef allt hefði verið spilað eftir reglunum sem á að fara. Hefðum við ekki verið með blindan beitusala hérna á línunni, þá hefði þetta farið allt öðruvísi. Ég held að Garðbæingar margir hverjir viti það sjálfir að þeir eigi eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Ég segi þetta ekki til að gera mér einhverja hugarró. Það er bara þannig í þessum leik að allir vilja gera hlutina eftir reglunum,“ sagði Jón Rúnar á Stöð2 Sport.

Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn þennan örlagaríka dag árið 2014 en fyrra mark liðsins var skorað úr rangstöðu en ekkert var dæmt.

„Ég var fertugur þessa helgina, ég hélt að ég hefði orðið Íslandsmeistari. Formaður Tjaldfélags Hafnarfjarðar er að eyðileggja það. Þeir eru búnir að taka átta dollur eftir bókinni og reglunum,“ sagði Lúðvík Jónasson fyrrum leikmaður Stjörnunnar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

„Hvað veit Jón Rúnar um það, hefði hann (Sigurður Óli Þorleifsson) flaggað rangstöðu á Óla Kalla hvernig þessi leikur hefði þróast. Þeir geta ekki grátið yfir vítinu, ég held að Jón Rúnar sé nú ekki bestur til að ræða reglur. Hann brýtur reglur á hverjum einasta leik, fékk sekt í Evrópukeppni þegar hann labbaði inn á völlinn. Hann er kóngurinn í Krikanum en ekki tala um regluverki,“ sagði Lúðvík en vann Stjarnan 2-1 sigur með sigurmarki úr vítaspyrnu undir lok leiks.

Lúðvík hefur virkilega gaman af Jóni Rúnari og segir. „Hann er snillingur, ég er hrifin af karakterum eins og honum. Hann vill bara vinna og til í að gera allt til þess,“ sagði Lúðvík.

„Það er rándýrt að búa í Mónakó (Garðabæ), þetta er ekki Samfylkingar bæjarfélag. Við erum eina liði í tólf liða deild sem hefur farið taplaust í gegnum tímabilið,“ sagði Lúðvík.

Hjörvar Hafliðason stjórnandi þáttarins bað Lúðvík um að útskýr af hverju hann talaði um Tjaldfélagið. „Þetta eru bara tjöld þarna, hvít tjöld út um allt. Þetta er eins og á Þjóðhátíð,“ sagði Lúðvík og var þá að tala um knattspyrnuhallir félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga
433Sport
Í gær

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið
433Sport
Í gær

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum