fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Segir Alec Baldwin hafa spilað rússneska rúllettu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 06:59

Alec Baldwin. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mamie Mitchell, sem hringdi í neyðarlínuna eftir að Alec Baldwin skaut Halyna Hutchins til bana, hefur stefnt Baldwin og framleiðendum kvikmyndarinnar, sem var verið að taka upp, og segir að öryggisreglum hafi ekki verið framfylgt á upptökustað. Mitchell segir að Baldwin hafi „valið að spila rússneska rúllettu“ með því að kanna ekki hvort skot væru í byssunni áður en hann hleypti af.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að á fréttamannafundi hafi Gloria Allred, lögmaður Mitchell, sagði að Baldwin sé „gamalreyndur“ í bransanum og hefði ekki átt að treysta því að byssa sem einhver annar en leikmunastjóri eða vopnavörður rétti honum væri ekki hlaðin alvöru skotum.

Það var Dave Halls, aðstoðarleikstjóri, sem lét Baldwin fá byssuna og er hann sagður hafa hrópað „cold gun“ þegar hann rétti Baldwin hana en það þýðir að byssa sé ekki hlaðin alvöru skotum.

„Baldwin kaus að spila rússneska rúllettu þegar hann skaut úr byssu án þess að kanna hana og án þess láta vopnavörðinn gera það að sér viðstöddum. Hegðun hans og framleiðenda Rust var ábyrgðarlaus,“ sagði Allred sem sagði einnig að samkvæmt handriti kvikmyndarinnar hafi ekki átt að hleypa af byssu í umræddu atriði.

Hún sagði einnig að öryggisbrestir á borð við að heimila að skotfæri væru á upptökustað, að skotvopn og skotfæri hafi verið eftirlitslaus og að aðrir en vopnavörðurinn og leikmunastjórinn handléku byssur og skotfæri hefðu átt sér stað á upptökustaðnum. „Þetta er mál þar sem líkamstjón eða dauði voru meira en bara möguleiki, það var mjög líkleg niðurstaða,“ sagði hún.

Mitchell segist hafa orðið fyrir miklu tilfinningalegu álagi vegna málsins og öðrum andlegum óþægindum en hún segist hafa verið í fjögurra metra fjarlægð frá Hutchins þegar Baldwin skaut hana til bana. „Þessi atburður hefur eyðilagt gleðina í lífi mínu,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni