fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Fórnarlömb klámstjörnu rjúfa þögnina – „Hann ýtti höfði mínu niður“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 22:00

Ron Jeremy í dómsal. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða tug ásakana um kynferðisofbeldi hafa verið settar fram gegn bandarísku klámstjörnunni Ron Jeremy, sem er orðinn 68 ára. Málin ná allt aftur til 1996 og það nýjasta er frá nýársdegi 2020. Í heimildarmynd frá BBC, Ron Jereym: Fall of a Porn Icon, koma nokkur af fórnarlömbum hans fram og segja frá ofbeldinu sem þau urðu fyrir.

Meðal þeirra er klámmyndaleikkonan Alexis Miller sem skýrir frá ofbeldi sem hún varð fyrir inni á salerni inni á vinsælum veitingastað sem heitir Rainbow Room. „Hann dró buxurnar niður um sig og ýtti höfði mínu niður um leið,“ sagði hún og bætti við að hana hafi verkjað í nokkra daga eftir ofbeldið. Þau höfðu þekkst árum saman og leikið saman í klámmynd.

Önnur kona, Tana, segir að Jeremy hafi nauðgað henni 2015 en það var áður en hún varð sjálf klámstjarna. Hún segist hafa hitt Jeremy í tengslum við útvarpsþátt sem þau komu bæði fram í. Eftir nokkurra mínútna samtal réðst Jeremy á hana að hennar sögn.

Jim Powers, klámmyndaframleiðandi, kemur einnig fram í heimildarmyndinni og ver Jeremy. Hann segist telja að ásakanirnar séu eingöngu settar fram til að reyna að fá peninga frá Jeremy.

Konurnar sem koma fram í heimildarmyndinni eiga ekki aðild að sakamálinu en því er enn ólokið.

Ef Jeremy verður fundinn sekur um öll ákæruatriði á hann allt að 250 ára fangelsi yfir höfði sér. Ákæran er í 34 liðum og byggist á framburði 23 kvenna. Jeremy neitar sök. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa nauðgað 17 ára stúlku heima hjá sér árið 2008 og fyrir að hafa brotið kynferðislega á 15 ára stúlku árið 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma