fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Fjögurra manna fjölskylda situr föst í óbyggðum Ástralíu – Vistum kastað úr lofti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 07:15

Þarna situr fjölskyldan föst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orios og Lindsey Zavros, áströlsk hjón, sitja nú föst í óbyggðum í sunnanverðri Ástralíu eftir að mikið óveður gekk yfir landshlutann um síðustu helgi. Með þeim eru tvö ung börn þeirra. Þau eru á stórum trukk með gistiaðstöðu. Hann festist í drullu eftir miklar rigningar sem fylgdu óveðrinu. Ekkert amar að fjölskyldunni og búið er að varpa vistum og gervihnattasíma til þeirra úr lofti. Þau gætu hins vegar þurft að bíða í allt að hálfan mánuð eftir björgun.

Sky News skýrir frá þessu. Haft er eftir áströlskum yfirvöldum að vegir á svæðinu, Simpson eyðimörkinni, séu á floti og verði væntanlega ófærir dögum saman.

Móðir Orio, Theo, sagði að erfiðar fimm klukkustundir hafi tekið við eftir að fjölskyldan sendi frá sér neyðarkall og þar til í ljós kom að ekkert amaði að þeim.

En nú hafa þau gervihnattarsíma og mat og drykk og ekkert amar að þeim.

Bíllinn situr pikkfastur í drullu.

Fjölskyldan, sem er frá Perth, hefur verið á ferðalagi um Ástralíu síðan í nóvember á síðasta ári og hafa sagt ferðasöguna á Instagram.

En núna sitja þau föst í Witjira þjóðgarðinum og geta þurft að dúsa þar næstu tvær vikurnar.

Lögreglan hefur nú tekið við málinu og mun sjá um að koma fjölskyldunni til bjargar þegar aðstæður leyfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Í gær

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks