fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Lögmannsstofan LEX neitar að svara hvort fleiri hafi kvartað undan Helga Jóhannessyni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðna helgi deildi lögmaðurinn Telma Halldórsdóttir frásögn sem hún ritaði fyrir hönd Kristínar heitinnar vinkonu sinnar, sem lést langt fyrir aldur fram, í tengslum við #metoo-hreyfinguna og birtist árið 2017 ásamt fleiri frásögnum kvenna úr réttarvörslukerfinu, en Kristín hafði orðið fyrir grófri kynferðislegri áreitni á vinnustað og var sagt upp störfum í kjölfar þess að hún kvartaði undan áreitninni við yfirmann.

„Ég fékk sjálf sjokk þegar þessi maður stakk tungunni upp í eyrað á henni og greip í brjóstin á henni fyrir framan mig, allt samt svona „djók“. Hún fékk loksins nóg þegar hann skellti henni á skrifborðið hjá sér og ætlaðist til þess að hún svæfi hjá sér. Hennar viðbrögð fyrir utan sjokkið var að tala við sinn yfirmann sem var kona og greina frá áreitninni.”

DV greindi frá því að meintur gerandi í málinu væri fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunnar Helgi Jóhannesson og að brotið hefði átt sér stað er Helgi starfaði hjá lögmannsstofunni LEX. Í frásögninni segir enn fremur:

„En ekki leið á löngu þar til svipaðar sögur heyrðust af sama manni og öðrum starfsmönnum af stofunni. Það sem var hvað sárast í þessu öllu var að karlmenn úr stéttinni, menn sem við höfðum talið vini okkar, gerðu lítið úr henni, sögðu hana athyglissjúka og ljúga og því miður voru það ekki bara menn því þó nokkrar konur sögðu það sama.”

Sjá einnig: Þetta er #metoo sagan sem sögð er fjalla um fráfarandi yfirlögfræðing Landsvirkjunar – „Gerðu lítið úr henni, sögðu hana athyglissjúka og ljúga“

DV leitaði viðbragða framkvæmdastjóra LEX, Arnar Gunnarssonar, við þessari frásögn. Örn taldi ekki rétt að rifja upp málið þar sem um látna konu væri að ræða.

„Ég held ég geti lítið sagt. Þetta er náttúrulega bara látin manneskja sem að er erfitt að rifja upp um – vera að rifja eitthvað upp langt um liðið þannig að það væri bara ekki viðeigandi gagnvart hennar minningu að rifja eitthvað upp um það.“

Aðspurður um hvort að fleiri kvartanir um áreitni af hálfu Helga hafi borist stjórnendum LEX sagði Örn:

„Við erum ekki að svara spurningum um einstaka starfsmenn.“

Blaðamaður spurði hvort að LEX væri með viðbragðsáætlun hvað varðar kvartanir vegna áreitni eða kynferðisofbeldis og sagði Örn svo vera en vildi ekki senda afrit af áætluninni út úr húsi þar sem um innanhúsgagn væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Í gær

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi