fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Jómfrúin komin í jólabúninginn og nýr Jólabar opnaður

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 13:18

Starfsmenn Jómfrúarinnar gerðu sér lítið fyrir og settu upp Jólabarinn á örfáum klukkustundum. Ljósmyndir/Jakob Einar Jakobsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á örskömmu tíma, aðeins á tólf klukkustundum gerðu starfsmenn Jómfrúarinnar sér lítið fyrir og gerðu glæsilega stækkun á Jómfrúnni og settu upp Jólabarinn, sem er hinn dýrðlegasti í fallegum jólabúningi sem á sér enga líka. Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins í dag segir Jakob Einar Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar að þessi stækkun á staðnum hafi staðið til í svolítinn tíma þar sem rýmið var til staðar.

„Já, við erum búin að vera með þetta rými sem áður  var Kornið, síðan í vor. Við vorum búin að ákveða að gera svona jólabar ala Centralhjörnet í Kaupmannahöfn og planið var að nota hann svona sem „biðstofubar“ fyrir jómfrúna þ.e geta boðið gestum okkar á tilla sér í einn öl meðan beðið er eftir borði eða á sama hátt eftir matinn. Til framtíðar er planið samt að breyta fasteigninni í kaffihús og nýta kjallarann undir sem vinnslu fyrir bæði Jómfrúa og kaffihúsið tilvonandi. En þessi hugmynd með jólabarinn spratt upp sem svona ekta millibilspæling eða „pop up“ eins og allt heitir í dag,“segir Jakob Einar Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar.

Til­kynnt var um hert­ar sam­komutak­mark­an­ir í vikunni í kjöl­far fjölg­un­ar smita síðustu daga. Ljóst er að aðgerðirn­ar valda tölu­verðum usla inn­an veit­inga­geir­ans og veit­inga­menn þurfa að aðlaga rekst­ur sinn að nýj­um tak­mörk­un­um. Aðspurður sagði Jakob Einar að þá hafi þurft að bregðast hratt við og finna lausnir til taka á móti komandi gestum í aðventunni.

Leið eins og Trölla sem stal jólunum

„En þegar fregnir af hertum takmörkunum bárust þá breyttum við aðeins áherslum og ákváðum að búa þannig um hnútana að hægt væri að nota „jólabarinn“ sem þriðja hólfið fyrir Jómfrúna og freista þess þannig að ná að koma öllum að sem eiga pantað borð í aðdraganda jólanna. Ég má ekki til þess hugsa að þurfa að afbóka gestina okkar eins og við þurftum að gera í fyrra vegna þeirra takmarkanna sem voru í gildi þá. Fyrir mjög marga skiptir það svo miklu að geta heimsótt Jómfrúna fyrir jólin. Fyrir það er maður þakklátur. En í fyrra leið mér eins og trölla sem stal jólunum frá fólki og í sjálfselsku minni býð ég sjálfum mér ekki upp á það…aftur.“

„Einhverjir munu því fá að sitja inn á „jólabarnum“ ekki bara í drykk heldur líka mat núna í aðdraganda jólanna. Skreytingarnar eru þvílíkt over the top og við spilum bara skandinavísk jólalög. Ég tel víst að fólk muni skemmta sér frábærlega vel á jólabarnum,“segir Jakob er farinn að hlakka mikið til að taka á móti gestum á Jólabarinn í jólastemningunni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa