fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Kolbrún segir Víði hafa sýnt fólki lítilsvirðingu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 08:59

Víðir Reynisson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa ákveðnar takmarkanir verið settar á mannréttindi fólks um langa hríð. Það er hættulegt að taka þessum takmörkunum sem sjálfsögðum hlut. Ástandið er óeðlilegt og fólk verður að muna það og ekki sætta sig þegjandi við ástandið og hætta að spyrja um nauðsyn og tilgang þeirra hafta sem hafa verið sett á.

Þetta segir í inngangi ritstjórnargreinar Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Fréttablaðinu í dag. Hún segir að þeir sem eru í forsvari fyrir sóttvarnaaðgerðir eigi ekki að bregðast illa við gagnrýni eða spurningum sem þeim þykir óþægilegt að svara. „Þeir sem spyrja erfiðra spurninga gera það vegna þess að þeir vita að brýnt er að vakta frelsi og mannréttindi á tímum þar sem hætta er á að stjórnvöld taki sér of mikið vald, með þeim afleiðingum að fólk endurheimti aldrei að fullu það sem tekið var af því. Covid má ekki stuðla að þessu,“ segir Kolbrún.

Hún bendir á að endalaust sé hægt að ræða og deila um hversu miklar og harðar sóttvarnaaðgerðirnar eigi að vera en öllum þurfi að vera ljóst að fólk eigi rétt á að endurheimta frelsi sitt að fullu. Hún segir að stjórnmálamenn eigi að leggja áherslu á þetta og það sama gildi um sóttvarnayfirvöld, ekki eigi að skammast út í þá sem gagnrýna aðgerðirnar.

„Á dögunum, þegar tilkynnt var í enn eitt skiptið um hertar aðgerðir vegna Covid, sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að ekki væri í boði að hengja haus og vera fúll. Þessi orð lýsa ekki sérlega mikilli nærgætni í garð þeirra sem verða fyrir verulegu fjárhagstjóni, atvinnumissi eða þjást af vanlíðan vegna harðra Covid-aðgerða. Þessar aðgerðir bitna á fólki og reynast mörgum afar þungar og erfiðar. Það er lítilsvirðing að tala um fýluköst í því sambandi,“ segir Kolbrún.

Hún bendir á að aðgerðirnar hafi mismunandi áhrif á fólk. Þeir sem búi við fjárhagslegt öryggi og séu þess utan ekki mjög félagslyndir uni sér ágætlega heima hjá sér en það sama eigi ekki við um fólk sem sæki í félagsskap utan heimilisins og vilji vera í margmenni. Þeir sem eru kvíðafullir í eðli sínu verði enn kvíðnari og mörg ungmenni viðurkenni að ástandið hafi slæm áhrif á andlega líðan þeirra.

„Furðulega lítið er lagt upp úr því að róa fólk, frekar er verið að auka kvíða þess með alls kyns viðvörunum, sem iðulega eru mjög mótsagnakenndar. Kannski þykir henta að fólk sé hrætt, það er þá ekki að spyrja óþægilegra spurninga eða efast um mikilvægi aðgerða. Það blasir hins vegar við að sóttvarnaaðgerðir leysa ekki allan vanda heldur skapa ný vandamál,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“