fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

„Noceboáhrifin“ koma við sögu við bólusetningar gegn kórónuveirunni – Fannst þú fyrir þeim?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 06:56

Bólusetning með Pfizer bóluefni í Laugardalshöll Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fékkst þú höfuðverk, ógleði eða hita eftir að hafa verið bólusett(ur) gegn kórónuveirunni? Ef svo er þá er hugsanlegt að það hafi ekki endilega verið bóluefnið sjálft sem olli þessu eitt og sér. Inn í þetta geta spilað væntingar fólks, eða frekar hræðsla við bólusetninguna. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

En kannski hefur þú ekki heyrt um noceboáhrif áður en þau eru andstaða við placeboáhrifin (lyfleysuáhrifin) þar sem fólki er gefin lyfleysa sem hefur stundum jákvæð áhrif á það. Noceboáhrifin eru þá að fólk finnur fyrir áhrifum (aukaverkunum) vegna væntinga og ótta um að finna fyrir þeim. Það eru sem sagt ótti eða væntingar um neikvæð áhrif sem koma fram.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem fjallað er um í vísindaritinu Psychotherapy and Psychosomatics, sýna að það eru meiri líkur á að fólk finni fyrir aukaverkunum ef það væntir þess að fá þær áður en það fer í bólusetningu. „Við vitum að aldur, kyn og tegund bóluefna skipta máli fyrir hversu margar aukaverkanir koma fram. Nú sjáum við að væntingar fólks um aukaverkanir eiga sinn þátt í þeim aukaverkunum sem það finnur fyrir,“ hefur Danska ríkisútvarpið eftir Lene Vase, prófessor i sálfræði við Árósaháskóla, sem vann að rannsókninni.

Í rannsókninni voru þátttakendur spurðir um hvaða aukaverkunum þeir ættu von á að finna fyrir eftir að þeir yrðu bólusettir. Svörin voru síðan borin saman við þær aukaverkanir sem þátttakendurnir upplifðu síðan.

Vase sagði að niðurstöðurnar sýni að þeir þátttakendur, sem áttu von á að finna fyrir aukaverkunum, urðu miklu frekar veikir eftir bólusetninguna. Þetta sagði hún að verði að skýra með nocebo-áhrifunum. „Ef maður hefur væntingar um að eitthvað muni verða vont þá virkjast mörg af sömu svæðunum í heilanum og virkjast þegar maður finnur í raun og veru til,“ sagði Vase.

Hún sagði að það geti skipt máli hvernig er talað um aukaverkanir almennt því það geti haft áhrif á hvers fólki vænti við bólusetningu. Hún hvetur því til að umræðan fari fram á jákvæðum nótum, bæði í fjölmiðlum og einnig meðal almennings. „Þetta á einnig við um bólusetningastaðina. Þeir verða að hugsa út í hvernig fólk er upplýst um aukaverkanir, það getur skipt miklu máli. Ef maður segir fólki að 95% finni ekki fyrir aukaverkunum, þá sést að færri fá aukaverkanir en ef maður segir að aðeins 5% finni fyrir aukaverkunum,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari