fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Starfsmanni Eflingar sem hótaði Sólveigu Önnu með ofbeldi hefur verið sagt upp störfum – „Ég galt þess að vera Íslendingur og karlmaður“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 12. nóvember 2021 00:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggva Marteinssyni, kjarafulltrúa hjá Eflingu stéttarfélagi, var sagt upp störfum í dag. Tryggvi greinir sjálfur frá uppsögninni á Facebooksíðu sinni.

Sólveig Anna Jónsdóttir sem nýverið sagði af sér sem formaður Eflingar hafði áður lýst ógnvekjandi uppákomu sem hún varð fyrir þegar hún var boðuð á fund og tjáð að karlkyns starfsmaður skrifstofu Eflingar væri að hugsa um að fara heim til hennar og vinna henni mein. Samkvæmt heimildum DV er Tryggvi þessi maður.

Tryggvi er greinilega afar ósáttur við uppsögnina. Í færslunni segist hann hafa starfað hjá Eflingu í 27 ár og bætir við: „Ég galt þess að vera Íslendingur og karlmaður. Skömmin er mikil hjá þeim sem eru titlaðir yfirmenn í dag.“

Sólveig Anna hafði greint frá því að umræddur starfsmaður Eflingar, sem hún hefur aldrei nafngreint, hafi sagt að hann væri mjög reiður út í hana og að hann væri að hugsa um að fara heim til hennar og vinna henni skaða með ofbeldi.

Hún sagði ennfremur að þessi starfsmaður hafi látið það fylgja sögunni að hann hafi um árabil rispað bíl manns sem honum var illa við og það sannaði að honum væri alvara og væri fær um að fremja glæp.

„Hann bætti því við, að hann hefði ekki áhyggjur af að verða dæmdur í fangelsi vegna þess sem hann kynni gera mér, af því að jafnvel þó að hann yrði dæmdur þá þyrfti hann aldrei að sitja inni, þar sem hann væri með hreint sakavottorð.“

Sólveig segir að hún viti ekki til þess að hafa gert nokkuð á hlut þessa manns en hennar skilningur hafi verið sá að téður maður væri ósáttur við að annar starfsmaður fékk stöðuhækkun sem hall taldi sig eiga rétt á.

„Það er alvitað að hann er náinn fyrrum stjórnendum á skrifstofu Eflingar, þeim sömu sem hafa á síðastliðnum árum farið fram með endalausar lygar, hótanir um dómsmál og óhróður gegn mér, í fjölmiðlum og víðar.“

Sólveig sagði að þetta dæmi sé staðfest með skriflegum vitnisburði sem sé til hjá mannauðsstjóra Eflingar og þetta sé aðeins eitt dæmi um það ofstæki og heift sem hún mátti sitja undir af hálfu starfsfólks Eflingar síðan hún tók við sem formaður.

Meðal þeirra sem lýsa yfir stuðningi við Tryggva á Facebook er Kjartan Valgarðsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem segir: „Þetta er leitt að heyra.“

Aths. 12. nóvember klukkan 15.53;

Tryggvi hefur breytt færsluni sinni og er þar til að mynda ekki lengur að finna orðin: „Ég galt þess að vera Íslendingur og karlmaður. Skömmin er mikil hjá þeim sem eru titlaðir yfirmenn í dag.“

 

Sólveig Anna segir starfsmann Eflingar hafa hótað að vinna henni mein

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast