fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Matur

We took them in the bakarí tók gullið á alþjóðlegri bjórhátíð

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 13:17

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjórinn We took them in the Bakarí sigraði alþjóðlegu bjórkeppni Brewdog, Collabfest 2021, nú á dögunum. 75 brugghús víðs vegar að úr heiminum öttu kappi við framlag íslensku brugghúsanna Böl og Brewdog. Baráttan var hörð að sögn Andra Birgissonar, framkvæmdastjóra Brewdog Reykjavík. „Þetta var hörð barátta og komst bjórinn okkar fljótlega upp í topp 5. Baráttan endaði svo á milli okkar og Duckpond Brewing frá Gautaborg í Svíþjóð,“ segir Andri.

“We took them in the bakarí er dökkur stout bjór bruggaður með snúðum sem við rupluðum frá vinum okkar í Brikk bakaríinu. Bjórinn er bruggaður með ýmsum tegundum af dökku ristuðu korni og höfrum. Stíllinn er svolítið bland í poka, kveik pastry export stout, sem þýðir í rauninni sterkur stout með norsku sveitageri og bakkelsi” segir Hlynur Árnason, bruggmeistari Böl.

Þeir félagar segja að bjórinn hafi verið sérbruggaður fyrir þessa einu helgi, en þó sé eftir takmarkað upplag sem hægt er að nálgast á Brewdog Reykjavík. Böl er svokallað flökkubrugghús sem tók til starfa síðastliðið vor. Það sérhæfir sig í hágæða bjórum „fyrir fólk sem vill prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt,“ eins og þeir sjálfir komast að orði.

Um fjögur þúsund glös seldust af bjórnum á fjórum dögum á hátíðinni ytra. Hlaut We took them in the Bakarí 4.15 í einkunn af 5 mögulegum. Ekki mátti miklu muna reyndar, því næsti bjór á eftir var með 4,14. Sá var sænskur og verðlaunin fyrir þriðja sætið fóru alla leið til Japans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
23.01.2025

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins