fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Náriðill játar tvö morð og misnotkun á fjölda líka

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 22:00

David Fuller. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Fuller, 67 ára, játaði í gær fyrir dómi í Bretlandi að hafa myrt Wendy Knell, 25 ára, og Caroline Pierce, 20 ára, í tveimur aðskildum árásum í Tunbridge Wells í Kent. Að auki játaði hann að hafa níðst kynferðislega á fjölda líka í líkhúsum sjúkrahúsa. Saksóknarar segja að mál hans sé það versta sinnar tegundar í breskri sögu.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að fyrir dómi hafi komið fram að eftir að Fuller myrti konurnar hafi hann misnotað lík þeirra kynferðislega. Einnig kom fram að hann hafi níðst á líkum kvenna í líkhúsum tveggja sjúkrahúsa sem hann starfaði hjá.

Lögreglan hefur fundið að minnsta kosti 99 hugsanleg fórnarlömb Fuller en mál hans er talið versta mál sögunnar í Bretlandi varðandi náriðla. Brot hans eru talin hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2020.

Á upptöku, sem lögreglan hefur birt, af yfirheyrslu yfir Fuller segir hann meðal annars: „Ég vill játa . . . Ég játa þessi brot en ég vil helst ekki fara út í smáatriði.“

Þegar lögreglan gerði húsleit heima hjá honum fann hún fjórar milljónir mynda af kynferðisofbeldi. Megninu af myndunum hafði hann hlaðið niður af Internetinu en einnig voru upptökur af honum sjálfum að níðast á líkum.

Wendy Knell fannst látin í íbúð sinni þann 23. júní 1987 og Caroline Pierce fannst látin utan við heimili sitt 24. nóvember sama ár. Áður en þær voru myrtar hafði verið tilkynnt um mann sem að kíkja á glugga heima hjá þeim.

Fuller var handtekinn í desember á síðasta ári grunaður um morðin á þeim en það voru nýjar rannsóknir á lífsýnum sem leiddu til handtöku hans.

Lögreglan hafði enga hugmynd um að Fuller væri náriðill fyrr en hún gerði húsleit heima hjá honum og fann allar myndirnar.

Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær dómari kveður upp refsingu yfir Fuller.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Í gær

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað
Pressan
Fyrir 3 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir