fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fókus

FM95Blö fjölskyldan mætt á Tenerife – „Greyið börnin“

Fókus
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 14:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson eru allir mættir saman á Tenerife ásamt fjölskyldum sínum. Mikil spenna hefur verið hjá þeim félögum fyrir ferðinni en þeir hafa rætt hana reglulega undanfarnar vikur í útvarpsþætti sínum, FM95BLÖ.

„FM95blö fjölskyldan er mætt til Tene. Greyið börnin…“ skrifar Auðunn, sem iðullega er þekktur sem Auddi Blö, í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni í gær. Á myndinni má sjá þríeykið ásamt börnum sínum og ljóst er að mikil ánægja er í hópnum með það að vera komin út í sólina. Líklega mun ánægjan verða enn meiri þegar hópurinn gerir sér ferð í hinn víðfræga apagarð eyjunnar en þeir félagar, og sérstaklega Egill, hafa reglulega lýst yfir aðdáun sinni á garðinum í gegnum tíðina.

Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, minnir strákana á í athugasemd við færslu Audda að hugsa um börnin sín. „Munið að hafa fókusinn á börnunum 24/7“ segir Bubbi og bætir við að þeir ættu að halda áfengisneyslunni í hófi. „1 bjór á dag á mann, djöss eru þið flottir.“

Bubbi er ekki sá eini sem hefur áhyggjur af börnunum en í athugasemdunum taka nokkrir í sama streng. „Guð blessi börnin… og konurnar líka,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórdís Elva hefur glímt við eltihrelli í rúm þrjú ár – „Raunveruleikinn er sá að menn eins og David eru skíthræddir við mig“

Þórdís Elva hefur glímt við eltihrelli í rúm þrjú ár – „Raunveruleikinn er sá að menn eins og David eru skíthræddir við mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi