fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Jóhann Rúnar rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 05:59

Jóhann Rúnar. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Landssambands hestamanna og landsliðsnefnd tóku í gær ákvörðun um að vísa Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðinu í hestaíþróttum. Ástæðan er að hann hefur hlotið dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi en hann var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku árið 1993. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari í hestaíþróttum 2019 og var margt hestafólk mjög ósátt við að hann hafi ekki lent í einu af þremur efstu sætunum í kjöri á íþróttamanni ársins það ár.

Mannlíf hefur fjallað um Jóhann Rúnar að undanförnu og brot hans. Skýrði miðillinn annars frá dómnum sem hann hlaut fyrir nauðgun en hann hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir hana, þar af voru þrír mánuði skilorðsbundnir. Mannlíf hefur einnig skýrt frá dómi sem Jóhann Rúnar hlaut í Danmörku, þar sem hann býr, og segir að hann hafi verið sakfelldur fyrir heimilisofbeldi. Árásin hafi beinst gegn þáverandi konu hans. Þurfti Jóhann Rúnar að sögn að vera með ökklaband í nokkurn tíma eftir árásina.

Eins og fyrr sagði þá ákváðu stjórn Landssambands hestamanna og landsliðsnefnd að reka Jóhann Rúnar úr landsliðinu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga sem var birt í gær. Í henni segir meðal annars að ákvörðunin sé tekin vegna nýrra upplýsinga um að Jóhann Rúnar hafi hlotið dóm fyrir kynferðisbrot en stjórnin og landsliðsnefndin hafi ekki vitað af því áður.

„Stjórn LH telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Uppfært 04.11 kl.10.50

Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt sem og einum stað í texta. Á báðum stöðum var áður talað um nauðgun en því var breytt í kynferðisbrot þar sem fram hafa komið upplýsingar um að Jóhann Rúnar hafi ekki verið sakfelldur fyrir nauðgun, heldur fyrir kynferðimök, önnur en samræði, við stúlkuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Potter tekinn við
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum