fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Steinunn Ólína sökuð um þolendaskömmun vegna umdeildra skrifa – „Það er „shame on you” lykt af þessu“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. október 2021 14:46

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langar að leggja orð í belg í þá umræðu um byrlunarfaraldur þann sem kallaður er,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona í nýjum pistli sem hún birtir á Facebook.

Það er vægt til orða tekið að segja að pistillinn sé umdeildur. Ýmsir taka undir með henni og þakka fyrir skrifin en aðrir saka hana um þolendaskömm og um að afvegaleiða umræðuna.

Steinunn Ólína segir: „Nú eru uppi hugmyndir um það hvort leyfa eigi líkamsleit við skemmti-og samkomustaði til að sporna við því að fólki sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum. Áður en við gefumst siðfárinu (e. moral panic) (Takk fyrir þessa orðsmíð Pétur Þorsteinsson) á vald og hættum að þora út á meðal fólks ellegar sæta líkamsleit eru nokkrir þættir sem mætti velta upp ss. eins og hvort hugsanlega séu í einhverjum tilfellum aðrir hlutir sem spila inn í.“

Þá segir hún að áfengi skuli aldrei neyta á fastandi maga, auk þess sem áfengi hafi milliverkun með ýmsum algengum lyfjum. Hún segist um tíma, þegar hún drakk áfengi, hafi hún tekið bæði þunglyndislyf og kvíðalyf, og hafi upplifað óhugglega hluti.

„Það gerðist oftar en ég vil muna að ég fór í blackout þrátt fyrir að drekka bara 2-3 rauðvínsglös með mat að kvöldi. Ég vaknaði að morgni og mundi ekki hvernig ég hafði komist í rúmið og fékk að heyra að ég hefði jafnvel gengið frá í eldhúsinu, sett í þvottavél, horft á hálfa bíómynd og staðið í hrókasamræðum við bónda minn áður en ég sofnaði friðsæl á koddanum.

Ég lenti líka í því að sjá að morgni að ég hafði svarað tölvupóstum að kvöldlagi og furðulega vel stíluðum og rökréttum án þess að muna nokkuð eftir því að hafa gert það.

Ég sýndi af mér á stundum undir áhrifum áfengis og ofangreindra lyfja kymferðislega tilburði og áhættuhegðun sem fengju nektardansara og stuntleikara til að roðna af skömm og mundi ekkert af því næsta morgun. Einhverskonar siðrof,“ segir Steinunn Ólína.

Og síðan kemur það sem veldur mestri ólgu: „Eftir stendur að ég bar alla ábyrgð á því sjálf fullorðin manneskjan að neyta áfengis ofan í lyf sem vandlega er varað við af læknum og á leiðbeiningum að gera.

Það mætti að mínu mati í samfélagi sem borðar þau ógrynni af þunglyndis og kvíðalyfjum brýna fyrir fólki þá áhættu sem því fylgir að nota áfengi þeim samhliða,“ segir hún.

Við þessu fær hún ýmis viðbrögð, svo sem: „Þú ert snillingur,“ „Þú ert dásemdin,“ og „Takk.“

En viðbrögðin eru líka á allt annan hátt:

„Alkóhólismi og byrlun er alls ekki það sama. Maður drekkur og dópar= þín ákvörðun. Byrlun= ekki þín ákvörðun.“

„Að blanda saman áfengi og lyfjum vísvitandi ER ALLT ANNAR HLUTUR en byrlun. Ekki afvegaleiða umræðuna með þessu.“

„Ha?

Nei!

Steinunn, að drekka ofan i þunglyndis og/eða kvíðalyf a nkl ekkert skilt við að vera byrlað ólyfjan af einstakling sem ætlar sér að nauðga þér. Sorry en þetta er bara þolendaskömmun a háu stigi.

Konur þurfa bara að passa sig að drekka ekki?“

„Það vantar allt röklegt samhengi við byrlanir í þessi skrif. Hvernig tengist áfengisneysla ofan í lyf byrlun? Það er engan vegin sambærilegt. Það er ,,shame on you” lykt af þessu.“

Pistil Steinunnar Ólínu í heild sinni, og viðbrögðin við honum, má sjá hér:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Í gær

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“