fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Rjúpnafundur í ráðuneytinu árangurslaus og enn allt í frosti – Aðeins einn virkur dagur til stefnu

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 28. október 2021 17:16

Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundi Umhverfisráðherra og Skotvís, Skotveiðifélags Íslands, lauk nú síðdegis og herma heimildir DV að hann hafi verið árangurslaus.

Mun fundurinn að mestu hafa farið í skoðanaskipti milli viðstaddra, en enginn samhljómur náðst. Að óbreyttu, og samkvæmt gildandi lögum og reglum, hefst rjúpnaveiðin 1. nóvember, eða næsta mánudag.

Sagði DV frá því í gær að mikill titringur væri meðal skotveiðimanna sem hefðu margir þegar gert ráðstafanir vegna komandi tímabils, bókað hótel, keypt búnað, tekið sér frídaga úr vinnu og fleira. Ræddi DV þá við einn sem sagðist varla trúa því að ráðherra legði í að banna rjúpnaveiði aðeins örfáum dögum fyrir veiðitímann.

Ekki varð það svo til þess að slá á áhyggjur veiðimanna þegar ráðuneytið á þriðjudaginn boðaði fulltrúa Skotvís á áðurnefndan fund til sín. Þá sagði umhverfisráðherra í fréttum í morgun að gert væri ráð fyrir að 32 þúsund rjúpur myndu veiðast á komandi tímabili, en veiðiþol stofnsins aðeins 20 þúsund. Stoppa þyrfti því upp í 12 þúsund rjúpna gat.

Veiðimenn höfðu áður verið beðnir um að hafa viðkvæma stöðu stofnsins í huga og að takmarka veiði sína við fjórar rjúpur á mann.

Samkvæmt heimildum DV ríkir nú bæði óvissa og ótti um það sem koma skal, en aðeins einn virkur dagur er eftir, morgundagurinn, þar til veiðin hefst. Lýsa þær sömu heimildir gremju út í vinnubrögð ráðuneytisins og segja aðilar sem komið hafa að málinu að alltof seint sé að grípa til aðgerða nú. Tölfræði Náttúrufræðistofnunar og ráðleggingar Umhverfisstofnunar hafi legið fyrir í margar vikur.

Sjá einnig: Orðið á götunni:Rjúpnaveiðimenn sjóðandi illir yfir hugsanlegri friðun – „Þúsundir þegar bókað hótel, keypt leyfi og græjað sig upp“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast