fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Rjúpnafundur í ráðuneytinu árangurslaus og enn allt í frosti – Aðeins einn virkur dagur til stefnu

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 28. október 2021 17:16

Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundi Umhverfisráðherra og Skotvís, Skotveiðifélags Íslands, lauk nú síðdegis og herma heimildir DV að hann hafi verið árangurslaus.

Mun fundurinn að mestu hafa farið í skoðanaskipti milli viðstaddra, en enginn samhljómur náðst. Að óbreyttu, og samkvæmt gildandi lögum og reglum, hefst rjúpnaveiðin 1. nóvember, eða næsta mánudag.

Sagði DV frá því í gær að mikill titringur væri meðal skotveiðimanna sem hefðu margir þegar gert ráðstafanir vegna komandi tímabils, bókað hótel, keypt búnað, tekið sér frídaga úr vinnu og fleira. Ræddi DV þá við einn sem sagðist varla trúa því að ráðherra legði í að banna rjúpnaveiði aðeins örfáum dögum fyrir veiðitímann.

Ekki varð það svo til þess að slá á áhyggjur veiðimanna þegar ráðuneytið á þriðjudaginn boðaði fulltrúa Skotvís á áðurnefndan fund til sín. Þá sagði umhverfisráðherra í fréttum í morgun að gert væri ráð fyrir að 32 þúsund rjúpur myndu veiðast á komandi tímabili, en veiðiþol stofnsins aðeins 20 þúsund. Stoppa þyrfti því upp í 12 þúsund rjúpna gat.

Veiðimenn höfðu áður verið beðnir um að hafa viðkvæma stöðu stofnsins í huga og að takmarka veiði sína við fjórar rjúpur á mann.

Samkvæmt heimildum DV ríkir nú bæði óvissa og ótti um það sem koma skal, en aðeins einn virkur dagur er eftir, morgundagurinn, þar til veiðin hefst. Lýsa þær sömu heimildir gremju út í vinnubrögð ráðuneytisins og segja aðilar sem komið hafa að málinu að alltof seint sé að grípa til aðgerða nú. Tölfræði Náttúrufræðistofnunar og ráðleggingar Umhverfisstofnunar hafi legið fyrir í margar vikur.

Sjá einnig: Orðið á götunni:Rjúpnaveiðimenn sjóðandi illir yfir hugsanlegri friðun – „Þúsundir þegar bókað hótel, keypt leyfi og græjað sig upp“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum