fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Tilefni til að takmarka aðgengi framhaldsskólanema að orkudrykkjum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 28. október 2021 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun fékk áhættumatsnefnd til að rannsaka hvort neysla orkudrykkja sem innihalda koffín, hafi neikvæð áhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum.

Niðurstaða nefndarinnar var sú að neysla íslenskra ungmenna sé töluvert meiri en hjá öðrum löndum. Nefndin telur að þar spili framboð, aðgengi og markaðssetning drykkjanna hlutverk og stuðli að því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt sé.

Matvælastofnun segir niðurstöður nefndarinnar gefa til kynna að takmarka þurfi aðgengi ungmenna að orkudrykkjum svo sem innan veggja skólans og á vegum íþróttahreyfinganna og minnka þannig neikvæð áhrif koffíns á heilsu þeirra.

Helstu niðurstöður nefndarinnar voru þær að neysla íslenskra ungmenna á koffíndrykkjum væri með því mesta sem þekkist í Evrópu og að meira en helmingur framhaldsskólanema neyti slíkra drykkja einu sinni í viku eða oftar. Sterk neikvæð fylgni sé milli neyslu slíkra drykkja og svefns og eins séu ungmenni yngri en átján ára að neita koffíns yfir öryggismörkum fyrir hjarta- og æðakerfi. Langtímaneysla geti valdið miklu álagi á hjarta- og æðakerfi.

Nánar má lesa um niðurstöður nefndarinnar hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Í gær

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“