fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Pressan

Flest smitanna fóru framhjá yfirvöldum – Kórónuveiran barst fyrr til Evrópu en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. október 2021 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæp tvö ár síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni en samt sem áður er enn ekki alveg vitað hvenær faraldurinn braust í raun út og byrjaði að dreifa sér um heiminn. Niðurstöður nýrrar rannsóknar bandarískra vísindamanna sýna að það gerðist líklegast töluvert fyrr en talið hefur verið fram að þessu. Einnig sýna niðurstöðurnar að fjöldi smita hafi komið upp sem uppgötvuðust ekki.

Með því að nota stærðfræðilíkön hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að veiran hafi verið komin til margra Evrópuríkja og Bandaríkjanna í janúar 2020 og að þar til í mars 2020 hafi aðeins 1 til 3 prósent smittilfella uppgötvast. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Í henni skoðuðu vísindamennirnir flugumferð á milli Bandaríkjanna og Evrópu til að fá yfirsýn yfir hvernig veiran barst frá Wuhan í Kína til annarra ríkja.

Ítalskir vísindamenn telja að fyrstu smitin þar í landi hafi komið upp 6. janúar 2020 en fyrsta opinbera tilfellið var skráð 21. febrúar.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig að mörg smit uppgötvuðust ekki. Í byrjun mars greindust aðeins 9 af hverjum 1.000 smitum í Bandaríkjunum. Í Evrópu var hlutfallið 35 af hverjum 1.000 smitum.

Í rannsókninni var einnig skoðað hvernig flugsamgöngum var háttað á milli Ítalíu og Kína á þessum tíma og kom í ljós að þær voru miklar enda samstarf ríkjanna mikið á mörgum sviðum. Það kemur því kannski ekki á óvart, svona eftir á að hyggja, að Ítalía hafi orðið illa úti í upphafi faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd lagði líf drengjanna í rúst – Nú hafa þeir fengið uppreisn æru

Þessi mynd lagði líf drengjanna í rúst – Nú hafa þeir fengið uppreisn æru