fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

PLAY bætir við sig áfangastöðum á Spáni – Fljúga til Mallorca og Malaga í sumar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. október 2021 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið PLAY hefur nú bætt við tveimur áfangastöðum á Spáni, Mallorca og Malaga, á sumaráætlun sinni fyrir 2022. Þar með eru áfangastaðir PLAY á Spáni orðnir sex, en nú þegar hefur verið boðið upp á áætlunarflug til BarcelonaTenerifeAlicante og Gran Canaria.

Flogið verður einu sinni í viku, á miðvikudögum til Palma á Mallorca og á sunnudögum til Malaga. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Malaga, heimabær Pablo Picasso, er sólríkasta borg Spánar en þessi fallega hafnarborg við Miðjarðarhafið er mjög vinsæl meðal ferðamanna. Það sama má segja um borgina Palma á paradísareyjunni Mallorca þar sem hreinar strendur, volgur sjór, náttúrufegurð og fallegur arkitektúr lokka til sín ferðamenn.

„Það er óhætt að segja að Íslendingar njóti sín vel á Spáni en frá því PLAY hóf miðasölu varð strax gríðarleg eftirspurn eftir farmiðum til Spánar. Við finnum einnig vel fyrir áhuga Spánverja á að koma til Íslands. Nýju áfangastaðirnir gefa þeim eldri ekkert eftir enda eru þetta sannkallaðar paradísarborgir og við hlökkum til að fljúga sólþyrstum Íslendingum á nýja staði,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Í gær

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra