fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Ný tíðindi um stöðu Solskjær – Aflýsti öllu og fundar með Glazer um stöðuna

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. október 2021 12:30

Sir Alex Ferguson og Arnold

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Arnold framkvæmdarstjóri Manchester United hætti við alla fundi í dag til að geta rætt um framtíð Ole Gunnar Solskjær hjá félaginu. Guardian segir frá.

Arnold mun í dag funda með Joel Glazer einum af eigendum félagsins um hvað skal gera.

Enginn neyðarfundur fór fram hjá stjórn Manchester United í gær eftir 0-5 tap gegn Liverpool á heimavelli. Samkvæmt Guardian er Antonio Conte klár í að taka við ef Solskjær verður rekinn.

Í frétt Guardian sem er talið mjög áreiðanlegur miðill segir að leikmenn séu farnir að efast stórlega um hæfni Solskjær. Þeim líkar  við hann sem persónu en efast um hæfni hans.

Staða Solskjær er erfið, liðið hefur spilað illa á þessu tímabili og niðurlæging á heimavelli gæti verið síðasti naglinn í kistuna. Enskir veðbankar telja að starfa Solskjær hangi á bláþræði. Veðbankinn Skybet gefur stuðulinn 1,25 á það að Solskjær verði rekinn. Slíkur stuðull bendir yfirleitt til þess að eitthvað sé í vændum.

Solskjær er að hefja sitt þriðja heila tímabil og eftir góða takta í starfi virðist norski stjórinn nú vera á endastöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðneita að þessi ungi maður sé 14 ára gamall: Fékk óvænt tækifæri fyrir helgi – ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“

Harðneita að þessi ungi maður sé 14 ára gamall: Fékk óvænt tækifæri fyrir helgi – ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“
Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Haaland skoraði fernu í öruggum sigri Manchester City

England: Haaland skoraði fernu í öruggum sigri Manchester City
433Sport
Í gær

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp
433Sport
Í gær

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Í gær

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
433Sport
Í gær

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi