fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Eyjan

„Eyþór Arnalds getur haldið áfram að vona en staða hans virðist nánast vonlaus“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 08:00

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins í dag þar sem hún fjallar um borgarmálin og komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún víkur að Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna, og Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar og borgarstjóra, í leiðaranum sem ber fyrirsögnina „Eina Trompið“.

Hún byrjar á að skrifa um Eyþór Arnalds sem lýsti því nýlega yfir að hann vilji leiða lista Sjálfstæðisflokksins í kosningunum á næsta ári. „Sjálfsagt er þetta til marks um pólitískan metnað en um leið dæmi um ofmat stjórnmálamanns á sjálfum sér. Eyþór hefur ekki þann trúverðugleika sem stjórnmálamaður þarf ætli hann sér að ná til breiðs hóps kjósenda. Reyndar er ekki skrýtið að Eyþór skuli ekki átta sig á þessari staðreynd. Raunsætt mat á eigin getu vefst fyrir mörgum, líka stjórnmálamönnum,“ segir Kolbrún.

Því næst víkur hún að Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, og segir stöðu hans mjög sterka og vilji aðrir flokkar ólmir starfa með honum. „Ekki er ofmælt þegar fullyrt er að Dagur sé eina tromp Samfylkingarinnar – flokks sem er í mikilli tilvistarkreppu. Dagur á sína hatursmenn, sem verða nánast eins og litla andsetna stúlkan í The Exorcist þegar þeir heyra nafn hans nefnt; höfuð fer að snúast og formælingarnar streyma út úr þeim. Þetta er lítill hópur sem hefur hátt en ekkert mark er á honum takandi. Borgarstjórinn nýtur almennra vinsælda og erfitt verður að velta honum úr sessi. Kannski er það ómögulegt. Pólitískir andstæðingar hans hljóta að vona heitt og innilega að hann ákveði sjálfur að yfirgefa borgarmálin,“ segir Kolbrún og bætir við að það sé þeirra eina von um að komast til valda í borginni. En hún segir einnig að ef Dagur hætti í borgarpólitíkinn verði það mikið áfall fyrir Samfylkinguna og geti reynst henni mjög dýrt og valdið enn einu fylgishruninu hjá flokki sem má ekki við slíku.

„Ekki blasir annað við en að Dagur haldi ótrauður áfram í borgarpólitíkinni. Eyþór Arnalds getur haldið áfram að vona en staða hans virðist nánast vonlaus,“ segir hún síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði