fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Alec Baldwin skaut konu til bana við upptöku á kvikmynd

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 03:45

Alec Baldwin. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin varð konu að bana við upptöku á nýrri kvikmynd í gær. Einn til viðbótar særðist. Þetta gerðist við upptökur á kvikmyndinni Rust í Nýju Mexíkó.

Þetta gerðist þegar Baldwin skaut úr byssu, sem var hluti af leikmunum, við upptökur. Lögreglan í Santa Fe hefur staðfest þetta.

Talsmaður Baldwin, sem framleiðir og leikur í myndinni, sagði að um slys hafi verið að ræða þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem var notuð sem leikmunur.

Mynd frá upptökustað sem Baldwin birti nýlega á Instagram. Mynd:@ALECBALDWININSTA

 

 

 

 

 

 

Konan sem lést hét Halyna Hutchins og var 42 ára upptökustjóri. Hún var flutt með þyrlu á háskólasjúkrahúsið í Nýju Mexíkó en var úrskurðuð látin eftir komuna þangað. Joel Souza, leikstjóri myndarinnar, særðist og er nú á sjúkrahúsi.

Sky News hefur eftir Juan Rios, talsmanni lögreglunnar, að rannsókn standi yfir. Engar kærur hafi verið lagðar fram enn sem komið er og verið sé að yfirheyra vitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát