fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Kínverskir „draugabæir“ geta hýst alla þýsku þjóðina

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. október 2021 22:00

Yujiapu fjármálahverfið í Tianjin er draugahverfi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa milljónir fasteigna staðið tómar í Kína og úr hefur orðið það sem kallað er „draugabæir“ en þar er laust húsnæði fyrir allt að 80 milljónir manna eða sem svarar til allrar þýsku þjóðarinnar.

CNN skýrir frá þessu. Haft er eftir Mark Williams, yfirhagfræðingi hjá Capital Economists greiningarfyrirtækinu, að nú séu um 30 milljónir óseldra fasteigna í Kína. Við þetta bætast um 100 milljónir fasteigna sem hafa verið seldar en enginn býr í, í þeim geta 260 milljónir búið.

Oftast nær eru þetta fjölbýlishúsaþyrpingar og hafa þær árum saman vakið mikla athygli að sögn CNN því fólk hefur furðað sig á að fasteignir fyrir mörg þúsund manns standi tómar mánuðum og árum saman.

Bloomberg segir að fasteignageirinn og tengdir geirar standi undir tæplega 30% af vergri þjóðarframleiðslu Kínverja en það er mun hærra hlutfall en í öðrum löndum sem standa vel að vígi efnahagslega.

Fasteignageirinn hefur árum saman ýtt undir hraðan hagvöxt en á sama tíma hafa margir sérfræðingar velt fyrir sér hvort þessi hraði vöxtur væri ekki í raun tifandi tímasprengja sem gæti að lokum sprungið og valdið kínversku efnahagslífi miklum skaða. Þeir virðast hafa haft eitthvað til síns máls því eins og fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnum þá glímir næststærsta fasteignafyrirtæki landsins, Evergrande, við mikla greiðsluerfiðleika en fyrirtækið skuldar rúmlega 300 milljarða dollar. Fyrirtækið, sem er 122. stærsta fyrirtæki heims, er raunar svo illa statt að það rambar á barmi gjaldþrots en það myndi hafa mikil áhrif á efnahagslíf heimsins. En Evergrande er ekki eina kínverska fasteignafyrirtækið sem er í vanda. Í ágúst dróst fasteignasala saman um 18% miðað við ágúst 2020. Húsnæðisverð hækkaði um 3,5%. Mark Williams segir að fram undan sé viðvarandi samdráttur í eftirspurn eftir húsnæði í Kína.

Tæplega 90% af öllum nýbyggingum í Kína seljast áður en búið er að ljúka byggingu þeirra. Það hefur í för með sér að vandræði fasteignafyrirtækjanna lenda á kaupendunum. Bank of America segir að Evergrande hafi selt 200.000 íbúðir sem kaupendurnir hafa ekki enn getað flutt inn í. Þetta veldur kaupendunum áhyggjum, þeir óttast að Evergrande fari á hausinn og þeir tapi öllu sínu. Kínversk yfirvöld reyna nú að lágmarka afleiðingarnar af vandræðunum í fasteignageiranum og vernda kaupendur. Seðlabanki landsins hefur lýst því yfir að hann muni „viðhalda heilbrigðri þróun á fasteignamarkaði og gæta réttinda og hagsmuna fasteignakaupenda“. CNN segir að bankinn hafi dælt fé inn í fjármálakerfið til að ná tökum á ástandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum