fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Trúboðinn Eiríkur í Omega fékk skilorðsbundna 10 mánuði og 109 milljóna sekt

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 20. október 2021 13:00

Eiríkur Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri á Omega. mynd/Teitur Jónasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpspredikarinn Eiríkur Sigurbjörnsson var í byrjun mánaðarins dæmdur til þess að greiða 108,9 milljónir í sekt og sæta tíu mánaða fangelsis skilorðsbundið til tveggja ára vegna skattsvika. Dómurinn féll 1. október en var nýlega birtur á heimasíðu dómstólanna.

DV sagði frá því í mars í fyrra að Eiríkur hefði verið ákærður fyrir meiriháttar skattsvik með því að skila inn efnislega röngum skattframtölum á árunum 2011-2016. Þá var hann sagður hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram ríkulegar úttektir úr fyrirtæki í rekstri sem hann nýtti sér persónulega.

Eiríkur hefur rekið kristilegu sjónvarpsstöðina Omega síðan sumarið 1992, en hann segir að guð hafi talað við Eirík og hvatt hann til þess að drífa sig í sjónvarpsbransann.

Málið veltist svo um í kerfinu síðan þá þar til dómur féll nú í byrjun mánaðarins.

Í dómnum kemur fram að hinni svokallaðri þreföldunarreglu hafi verið beitt við ákvörðun sektarfjárhæðarinnar. Þannig var fjárhæðin sem Eiríkur kom sér undan að greiða í tekjuskatt þrefölduð og Eiríku gert að greiða þá upphæð í sekt.

Eiríkur þarf þá jafnframt að greiða 3,4 milljónir í málsvarnarlaun verjanda. Ekki er að sjá að málskostnaður hafi verið ákvarðaður.

Dóminn má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli