fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Messi skoraði tvö í sigri – Salah óstöðvandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 20:59

Lionel Messi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum er nýlokið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

A-riðill

PSG 3-2 RB Leipzig

Kylian Mbappe kom Paris Saint-Germain yfir 9. mínútu gegn RB Leipzig. Andre Silva jafnaði metin fyrir gestina um 20 mínútum síðar. Staðan í hálfleik var jöfn.

Nordi Mukiele kom Leipzig yfir á 57. mínútu. Þá var hins vegar komið að Lionel Messi. Hann jafnaði leikinn á 67. mínútu og kom PSG yfir sjö mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu.

Mbappe klúðraði vítaspyrnu í blálokin. Lokatölur urðu 3-2.

  1. PSG – 7 stig
  2. Man City – 6 stig
  3. Club Brugge – 4 stig
  4. RB Leipzig – 0 stig

B-riðill

Atletico Madrid 2-3 Liverpool

Mohamed Salah kom gestunum frá Liverpool yfir strax á 8. mínútu gegn Atletico Madrid. Naby Keita tvöfaldaði forystuna stuttu síðar.

Atletico jafnaði leikinn þó í fyrri hálfleik með tveimur mörkum frá Antoine Griezmann.

Hann fékk svo rautt spjald snemma í seinni hálfleik fyrir að sparka óvart í andlit Roberto Firmino.

Liverpool skoraði þó sigurmark á 78. mínútu. Þar var að verki einn allra heitasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir, Salah.

Mohamed Salah skorar í kvöld. Mynd/Getty

Porto 1-0 Milan

Porto vann 1-0 sigur á AC Milan. Eina mark leiksins skoraði Luis Diaz á 65. mínútu.

  1. Liverpool – 9 stig
  2. Atletico – 4 stig
  3. Porto – 4 stig
  4. Milan – 0 stig

C-riðill

Ajax 4-0 Dortmund

Ajax valtaði yfir Dortmund í Amsterdam. Liðið komst yfir eftir rúmar tíu mínútur með sjálfsmarki Marco Reus. Daley Blind tvöfaldaði forystu Ajax um miðjan fyrri hálfleik.

Tvö mörk bættust við í seinni hálfleik, Ajax skoraði bæði. Þau gerðu Antony og Sebastian Haller.

  1. Ajax – 9 stig
  2. Dortmund – 6 stig
  3. Sporting – 3 stig
  4. Besiktas – 0 stig

D-riðill

Inter 3-1 Sheriff

Sheriff tapaði sínum fyrstu stigum í riðlinum er liðið heimsótti Inter.

Edin Dzeko kom Inter yfir á 34. mínútu. Var það eina mark fyrri hálfleiks.

Sebastien Thill jafnaði metin á 52. mínútu. Inter svaraði þó með tveimur mörkum frá Arturo Vidal og Stefan de Vrij.

Edin Dzeko fagnar marki sínu. Mynd/Getty

Shaktar 0-5 Real Madrid

Real Madrid burstaði Shaktar á útivelli, 0-5.

Madrídarliðið var nokkurn tíma að finna fyrsta markið en það kom þegar Sergey Krivtsov setti boltann í eigið net.

Í seinni hálfleik skoraði Vinicius Jr. svo tvö mörk fyrir Real með stuttu millibili áður en Rodrygo og Karim Benzema bættu við tveimur mörkum í viðbót.

  1. Sheriff – 6 stig
  2. Real Madrid – 6 stig
  3. Inter – 4 stig
  4. Shaktar – 1 stig
Vinicius Junior skoraði tvö. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína varpar ljósi á uppákomuna í kvöld – „Eg hef aldrei séð hana svona veika“

Karólína varpar ljósi á uppákomuna í kvöld – „Eg hef aldrei séð hana svona veika“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“