fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Foreldrar kvarta til ráðuneytis vegna innilokunar barns – Sent í „gult herbergi“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. október 2021 09:00

Menntamálaráðuneytið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menntamálaráðuneytinu hefur borist kvörtun frá foreldrum barns sem var sett eitt inn í svokallað „gult herbergi“ í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Barnið var látið vera eitt í herberginu. Foreldrarnir krefjast þess að ráðuneytið taki málið til skoðunar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að foreldrarnir hafi kvartað yfir málsmeðferðinni, ámælisverðri framkomu starfsmanna skólans, aðgerðarleysis skólaskrifstofu í málefnum barnsins og framkomu starfsmanna sveitarfélagsins í garð foreldra.

Barnið er sagt hafa verið lokað eitt inni í herberginu og einnig hafi að verið látið vera þar með starfsmanni. Barnið hefur ekki mætt í skólann síðan í september. „22. september var barnið lokað eitt inni í stofu í skólanum á meðan starfsfólk stóð fyrir utan og fylgdist með því í gegnum rúðu á hurðinni,“ segir í kvörtun foreldranna. Þetta endaði með að móðir barnsins kom og róaði það.

Segja foreldrarnir að þarna hafi öryggi barnsins verið ógnað en það hafi árum saman glímt við sjálfsvígshugsanir og sjálfsskaðahugsanir. Þessi atburðir hafi aukið kvíða barnsins sem vantreysti auk þess fólki í kringum sig.

Eftir fyrrgreint atvik mætti barnið einn heilan dag í skólann og þá var annað foreldri þess með. Tók foreldrið ákvörðun um að senda barnið ekki aftur í skólann eftir þennan dag.

Fréttablaðið segir að fjallað sé um „gula herbergið“ í verklagsreglum skólans um ógnandi hegðun eða ofbeldi. Fram komi að mikilvægt sé að „nemandi læri að það borgi sig hvorki að sýna ógnandi hegðun né beita ofbeldi“ og að skýrar afleiðingar þurfi að vera af slíkri hegðun. Þær eigi að vera fyrirsjáanlegar fyrir nemandann en um leið hóflegar og ekki standa of lengi yfir. Ef nemandi sé settur í „gula herbergið“ fari hann ekki í list- eða verkgreinar, frímínútur eða íþróttir. Hann fær heldur ekki að borða með samnemendum sínum.  Starfsmaður á að vera hjá nemandanum öllum stundum en tekið er fram að hann eigi ekki að spjalla við nemandann og eigi að „sýnast upptekinn“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann