fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Óvæntur atburður í svefnherberginu – „Ég hef aldrei verið svona hrædd á lífsleiðinni“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. október 2021 05:59

Loftsteinn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef aldrei verið svona hrædd á lífsleiðinni,“ sagði Ruth Hamilton, sem býr í Golden, sem er lítill bær við Klettafjöll, í Bresku Kólumbíu, um það sem hún upplifði fyrr í mánuðinum í svefnherberginu sínu.

Hún vaknaði upp við vondan draum þegar steinn kom í gegnum þakið á húsi hennar og lenti í rúminu hennar, rétt við hlið hennar. Mikil mildi má teljast að hún hafi ekki orðið fyrir steininum en grófkorna sandur og fleira sullaðist á andlit hennar og hundi hennar brá mjög.

Hún hringdi strax í lögregluna sem grunaði í fyrstu að steinninn væri frá byggingasvæði í nágrenninu en þar höfðu engar sprengingar verið að sögn starfsmanna en þeir sögðust hafa séð sprengingu hátt á himni. Þá varð fljótlega ljóst að um loftstein var að ræða. Canadian Press skýrir frá þessu.

Þetta gerðist þann 3. október síðastliðinn. Hamilton var steinsofandi þegar hundurinn hennar fór að gelta af miklum móð um leið og steinninn lenti í rúminu hennar.

„Ég hef aldrei verið svona hrædd á lífsleiðinni. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera svo ég hringdi í neyðarlínuna og á meðan ég var að ræða við neyðarvörðinn sneri ég koddanum mínum við og sá að steinn hafði lent á milli koddanna,“ sagði hún.

Loftsteinahríð hafði skollið á himinhvolfinu yfir vesturhluta Kanada þessa nótt og var um brot úr einum loftsteini að ræða sem endaði í rúmi Hamilton.

Hún segist ætla að eiga steininn og sé mjög fegin að hún hafi ekki slasast. „Ég var í miklu áfalli og sat bara í nokkrar klukkustundir og skalf. Líkurnar á að svona gerist eru svo litlar svo ég er mjög þakklát fyrir að vera á lífi,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega