fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Myndband af hersýningu í Norður Kóreu vekur óhug á Twitter – Brjóta múrsteina með berum höndum á meðan Kim Jong Un fylgist með

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 13. október 2021 22:00

mynd/skjáskot Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af hersýningu norður kóreskra hermanna gengur nú um á samfélagsmiðlum þar sem það hefur vakið mikla athygli, og óhug.

Í myndbandinu má sjá hermennina brjóta múrsteina með berum höndum, láta kollega sína lemja á líkömum sínum með sleggjum og brjóta þannig þykkar steinplötur, menn liggja á glerbrotum á meðan lamið er í þá að ofan með sleggju og menn beygja beittar stálstangir með berum hálsum sínum. Myndbandið má sjá hér að neðan, á Twitter síðu blaðamannsins Martyn Williams, en hann hefur sérhæft sig í fréttaflutningi af hinu einangraða kommúnistaríki Norður Kóreu.

Norður Kórea er einangraðasta ríki heims og fréttaflutningur þaðan af skornum skammti. Þá hefur oft verið talið að lítið sé að marka upplýsingar sem berast þaðan, hið minnsta frá opinberum fjölmiðlum í landinu. Gríðarleg örbirgð er í landinu og það eitt það fátækasta í heimi. Það hefur hins vegar ekki stöðvað stjórnendur kommúnistaflokksins í því að kom sér upp einum fjölmennasta her heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni
Fréttir
Í gær

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“