fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Pressan

„Systir mín vill ekki hitta nýfædda frænku sína vegna nafnsins sem ég valdi“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að velja nafn á barn er oft með erfiðari ákvörðunum sem nýbakaðir foreldrar standa frammi fyrir. Foreldrar sækja eflaust hugmyndir að nöfnum í ólíkar áttir. Frá fjölskyldum sínum, vinum, frægu fólki, skoða hvaða nöfn eru vinsæl á hverjum tíma nú eða þá að annað foreldrið laumast til að stinga upp á nafni fyrrum ástmanns eða ástkonu!

Sú var þó ekki raunin í því máli sem hér er fjallað um. Ung kona eignaðist dóttur og ákvað í samráði við föður hennar að hún myndi fá nafnið Harlow. Nafnið var ofarlega í huga hennar því þegar hún var barn léku hún og systir hennar sér mikið saman með dúkku sem þær nefndu Harlow.

Nú er konan orðin 29 ára og löngu hætt að leika sér með dúkkur en nafnið sat greinilega fast í henni og varð fyrir valinu þegar dóttir hennar fékk nafn í vor. The Mirror skýrir frá þessu.

Fram kemur að konan hafi skrifað um málið á samfélagsmiðilinn Reddit þar sem hún sagði að þau hafi ákveðið nafnið og að segja engum frá því fyrr en stúlkan væri komin í heiminn.

Þegar hún skýrði systur sinni, Mary sem er 27 ára, frá nafninu brást hún „mjög illa við, öskraði og kallaði mig asna,“ skrifaði hún og bætti við: „Mary öskraði á mig að ég hefði stolið nafninu sem við völdum saman og að ég hefði ekki einu sinni látið hana vita, að ég ætti engan rétt á að taka þetta nafn. Hún sagði að ég væri að skemma æskuminningarnar og þurrka hana út úr þeim. Hún hefur ekki talað við mig síðan og hefur ekki hitt frænku sína. Ég held að ég hafi verið of gróf með að öskra til baka á hana og reyna ekki að skilja hennar hlið á málinu en við höfðum ekki nefnt þetta nafn árum saman og ég átti ekki von á að þetta yrði vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lestarslysið skelfilega í Åsta – Gáfu fólki deyfilyf áður en eldurinn náði því

Lestarslysið skelfilega í Åsta – Gáfu fólki deyfilyf áður en eldurinn náði því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífssenan í þáttaröð Netflix sem áhorfendur eru gjörsamlega orðlausir yfir

Kynlífssenan í þáttaröð Netflix sem áhorfendur eru gjörsamlega orðlausir yfir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“