fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Auður Ösp
Miðvikudaginn 21. mars 2018 20:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur söngvari að nafni David Francisco sló í gegn í áheyrnarprufum sjónvarpsþáttanna American Idol nú á dögum. Það var þó ekki aðeins heillandi og einlægur flutningur hans sem heillaði dómnefndina upp úr skónum.

Áður en David hóf flutning sinn sagði hann dómurunum sögu sína. Árið 2016 flutti hann  til Nashville í von um að vera uppgvötvaður sem tónlistarmaður. Ekki löngu eftir það lenti hann í alvarlegu bílslysi og lamaðist fyrir neðan mitti. Hann gekkst í kjölfarið undir stífa endurhæfingu og notast í dag við hækjur en læknar höfðu áður tjáð honum að hann myndi sennilega aldrei geta gengið á ný.

Í áheyrnarprufunni flutti David hinn sígilda slagara Stevie Wonder „Isn´t she lovely“ á meðan eiginkona hans, Kristi Platillero.beið á hliðarvængnum með tárin í augunum.

„Ég er bara að missa mig hérna,“ sagði söngkonan Katy Perry sem situr í dómnefndinni en tárin flæddu niður kinnar hennar á meðan hún hlýddi á flutninginn.

Lionel Richie átti sömuleiðis erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum og í lokin reis hann úr sæti sínu og tók utan um David.

„Þú ert okkur öllum innblástur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði