fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Kristinn hefur viðurstyggð á framleiðslu myndar um Sigga hakkara – „Vona svo sannarlega að það sé ekki einn einasti Íslendingur sem kemur nálægt þessari ógeðfelldu lágkúru“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. október 2021 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, er harðorður í garð framleiðenda danskrar heimildarmyndar um Sigurð Þórðarson, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari. Það er ekki síst sá útgangspunktur að um sé að ræða „hjartnæma þroskasögu ungs manns“ sem misbýður Kristni en myndin hefur þegar verið keypt af DR – danska ríkissjónvarpinu og er áætlað að hún verði tilbúin til sýninga árið 2022.

Framleiðandi myndarinnar, sem ber heitið A Dangerous Boy – Aka Siggi the Hackerer Søren Steen Jespersen og leikstjóri hennar Ole Bentzen. Í stuttum kynningartexta um myndina er saga Sigga sett nánast í rómantískan blæ og mikið gert úr því að nú sé hann loks tilbúinn til að segja heiminum öllum sögu sína.

Saga af siðblindu óbermi

„Þetta er sem sagt saga Sigurðar Inga Þórðarsonar sem er svona „hjartnæm“ að mati kvikmyndagerðrarmannana en samkvæmt öllu hefur ókláraða verkefnið þegar verið keypt af danska ríkissjónvarpinu (DR) og styrkt af danska kvikmyndasjóðnum. Þetta er sum sé sagan af siðblinda óberminu sem hefur valdið ómældum skaða hjá fjölda ungra drengja sem hann níddist á með kynferðisofbeldi og öðru líkamlegu og andlegu ofbeldi. Einn þessara ungu manna steig nýverið hetjulega fram í viðtali, skilaði skömminni og sagði frá áralangri baráttu við að ná sér eftir ofbeldið. Sigurður byrjaði að nálgast hann 14 ára. Annar ungur maður sem lenti í honum er ekki til frásagnar. Hann svipti sig lífi,“ skrifar Kristinn á Facebook-síðu sína.
Hann segist ekki eiga nægilega sterk orð til að lýsa þeirri viðurstyggð sem hann hafi á framleiðslu með þennan útgangspunkt um „hjartnæma“ sögu Sigurðar sem og tal um forboðið kynlíf hans.
„Vona svo sannarlega að það sé ekki einn einasti Íslendingur sem kemur nálægt þessari ógeðfelldu lágkúru. Sé svo má viðkomandi hafa ævarandi skömm fyrir. Þetta er hneisa.“
Uppfært:  
Kynningarsíða um heimildarmyndina hefur verið fjarlægð af heimasíðu danska ríkissjónvarpsins. Fjörugar umræður hafa skapast um málið á Facebook-vegg Kristins þar sem hann greinir sjálfur frá því að aðstandendur myndarinnar hafi sett sig í samband við hann varðandi efni myndarinnar.
„Þegar haft var samband við mig varð ég þess áskynja að aðstandendur myndarinnar höfðu enga heimavinnu gert, ekki einu sinni borið sig eftir þeim dómum sem SÞ hefur hlotið né þá greiningu skv dómskjölum að hann sé siðblindur. Þeir voru að elta sögu sem átti að setja þennan mann í forgrunn í rósrauðum ljóma. Þessi maður er athyglissjúkur og þrífst alveg eins á neikvæðri umræðu og jákvæðri. Ég hafði og hef ekki nokkra trú á mönnum sem ana af stað í þesskonar gír og selja söguna á þessum forsendum eins og greinilega hefur verið gert hjá DR (og þeir keypt). Ég hef óbeit á þessu og eins þeim lúalegu rökum að þeir sem hafa aðra sögu að segja þurfi nauðsynlega að taka þátt til að búa til jafnvægi – annars geti þeir bara sjálfum sér um kennt ef útkoman verður skökk. Sú nálgun er óheiðarleg. Vilja þessir Danir ekki heldur gera hetjulega mynd um geðþekka kafbátamorðingjann sinn?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum