fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Björn kemur heim frá Svíþjóð – Tekur við Selfoss

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í gærkvöldi.

„Stjórn Selfoss bindur miklar vonir við ráðningu Björns, en hann hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Kristianstads í Svíþjóð undanfarin tíu ár og tekið þátt í uppbyggingu yngri flokka starfs félagsins frá árinu 2015. Áður en hann hélt erlendis hafði hann verið aðstoðarþjálfari bæði hjá karla- og kvennaliðum Víkings og þjálfað yngri flokka hjá Víkingi, Þrótti R, Fram og Val,“ segir á vef Selfoss.

„Ég er rosalega spenntur fyrir því að koma á Selfoss og hefja störf þar. Selfoss er félag sem passar vel við mínar hugmyndir sem þjálfari, félagið hefur metnað fyrir því að koma eins mörgum uppöldum leikmönnum og hægt er upp í meistaraflokkinn og búa til góða blöndu af uppöldum leikmönnum og aðkomuleikmönnum. Það er mikil gróska í bæjarlífinu og íþróttalífinu á Selfossi, þannig að það eru vonandi mjög spennandi tímar framundan,“ segir Björn.

„Ég hef aldrei sleppt takinu af því að vera yngriflokkaþjálfari, þó svo að ég hafi verið að vinna í úrslitamiðuðu umhverfi með meistaraflokksliði Kristianstads, þannig að ég hlakka mikið til að taka þátt í uppbyggingunni sem hefur átt sér stað á Selfossi undanfarin ár undir handleiðslu Alfreðs. Markmið komandi ára hlýtur alltaf að vera að gera betur en á síðasta tímabili, þannig að maður stígi skref í rétta átt á hverju ári. Mín markmið sem þjálfari er að reyna að hjálpa sem flestum leikmönnum liðsins að bæta sig og verða betri leikmenn. Ef það tekst munu úrslitin vonandi fylgja í kjölfarið. Það eru ákveðnar stöður í liðinu sem þarf að styrkja og ef okkur tekst vel til þar þá held ég að liðinu verði allir vegir færir og að við verðum lið sem verður erfitt að mæta,“ segir Björn ennfremur.

Auk þess að þjálfa kvennalið Selfoss verður Björn þjálfari hjá Knattspyrnuakademíu Íslands í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gary opnar sig um brotthvarfið frá KR – „Það veit þetta eiginlega enginn“

Gary opnar sig um brotthvarfið frá KR – „Það veit þetta eiginlega enginn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“
433Sport
Í gær

Silva aftur heim

Silva aftur heim
433Sport
Í gær

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar