Miðvörðurinn ungi Ísak Óli Ólafsson kom af bekknum er Esbjerg vann 2-0 sigur á HB Köge í dönsku b-deildinni í dag.
Ísak Óli kom inn á fyrir Rudi Pache sem fór meiddur af velli eftir aðeins hálftíma leik í stöðunni 0-0.
Con Ouzounidis og Nicklas Strunck skoruðu mörk heimamanna í seinni hálfleik og tryggðu þeim stigin þrjú. Esbjerg er í 7. sæti með 12 stig eftir 11 umferðir. HB Köge eru í 9. sæti með 9 stig.
Næsti leikur Esbjerg er á útivelli gegn Helsingor þann 14. október næstkomandi.