fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
433Sport

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. maí 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er óvænt á eftir Andrey Santos, leikmanni Chelsea, fyrir félagaskiptagluggann í sumar.

Santos gekk í raðir Chelsea í janúar 2023 frá heimalandinu, Brasilíu, en hefur aldrei spilað fyrir félagið.

Miðjumaðurinn, sem er 21 árs gamall, var á láni hjá Nottingham Forest fyrri hluta síðustu leiktíðar en spilaði lítið sem ekkert og var lánaður til Strasbourg í Frakklandi.

Þar hefur hann verið í eitt og hálft ár og er hann með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 33 leikjum á þessari leiktíð.

Franskir miðlar segja að frammistaða Santos hafi vakið áhuga Paris Saint-Germain en að Arsenal sé einnig á eftir leikmanninum.

Ekki er ljóst hvort Chelsea sé til í að selja leikmanninn, en hann var hugsaður fyrir framtíðina þegar hann var fenginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu atvikið sem netverjar misstu sig yfir í gær – „Hvaða innilega þvæla er það?“

Sjáðu atvikið sem netverjar misstu sig yfir í gær – „Hvaða innilega þvæla er það?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breiðablik mætir liði sem Víkingur sló út í fyrra

Breiðablik mætir liði sem Víkingur sló út í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Southgate sækir um starf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Snúa sér að Sancho