fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Markaðir á fleygiferð eftir kosningarnar – „Þökk sé almennri skynsemi þjóðarinnar í kjörklefanum“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 27. september 2021 10:19

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengi hlutabréfa skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands er á fleygiferð upp á við í morgun. Að sögn Sveins Þórarinssonar, greinanda hjá Landsbankanum, er þetta fyrst og fremst markaðurinn að jafna sig eftir kosningaskjálfta síðustu daga. „Markaðurinn vill stöðugleika,“ segir Sveinn og bendir á að einhver lækkun hafi átt sér stað síðustu daga. Nú þegar líkur eru á áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, sjá markaðir fram á pólitískan stöðugleika og fyrirsjáanleika.

Nokkur samhljómur virðist vera meðal greinenda um ástæður hækkana á mörkuðum í morgun. Segir Alexander Freyr Einarsson, fyrrum viðskiptablaðamaður á Viðskiptablaðinu, á Twitter í morgun að hagur lífeyrissjóða hafi vænkast um milljarða, „þökk sé almennri skynsemi þjóðarinnar í kjörklefanum.“

Sveinn bendir þó á að þrátt fyrir grænar tölur þvert yfir töfluna hjá Kauphöllinni nú í morgunsárið geri hann ráð fyrir að jafnvægi muni komast á markaðinn á næstu dögum og að gengið er harla á leið í tölur sem ekki hafa áður sést. Þá segir hann jafnframt um litla veltu að ræða, enn sem komið er.

Mesta velta hefur í morgun verið með bréf í Kviku banka, sem hafa hækkað um tæp 6%, og bréf Arion banka sem hafa hækkað um 4,5%.

Þá vekur athygli að sjávarútvegsfyrirtækin Brim, Iceland Seafood og Síldarvinnslan hafa hækkað mjög ríflega, eða á bilinu 4,5-7%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum